Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. mars 2025 20:11 Fyrirtækjaeigendur sem hafa aðsetur við Fiskislóð á Granda í Reykjavík eru í hálfgerðu áfalli eftir lægðagang helgarinnar. Rúður brotnuðu, sjór gekk á land og það brotnaði úr varnargarðinum. Gríðarlegt tjón blasir við. Vísir/Stefán Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“ Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vesturbær Reykjavíkur var einn þeirra staða sem fór hvað verst út í óveðrinu um helgina. Seint á föstudagskvöld skall fyrri lægðin á en það var þá sem framhliðin splundraðist á skrifstofu framleiðslufyrirtækisins Truenorth. Sasi Czechowska, skrifstofustjóri fyrirtækisins, kveðst hafa séð allt á floti á öryggismyndavélum árla laugardagsmorguns. „Við flýttum okkur auðvitað hingað og reynum að koma öllu út sem hægt var að bjarga. Svo var önnur viðvörun í gær, fyrir sunnudagskvöldið. Það reyndist miklu verra veður en á föstudaginn. Allir aðrir við götuna, í þessari byggingu misstu líka sína glugga og veggi.“ Eyðileggingin reyni mjög á tilfinningalega. „Bara að ganga inn og sjá leðjuna, sjóinn og aflið í öldunum var það sem kom mér mest í opna skjöldu. Við vorum hér í gærkvöldi áður en þetta byrjaði af alvöru og sáum fjögurrra metra háar öldur skella hérna á. Bara krafturinn í þeim, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sasi. Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans býr á þriðju hæð hússins en bíllinn hennar gereyðilagðist í óveðrinu. „Já, hann fékk yfir sig nokkuð af grjóti og sjó og svo er allt brotið þarna uppi við og svona allt ónýtt undir stiganum; geymsludót og svona en það eina sem hægt er að gea í þessu - við erum búin að tala við hafnar yfirvöld hérna- er að það þarf að færa varnargarðinn. Við erum búin að tala um þetta í mörg mörg ár, þeir setja alltaf bara hærra og hærra grjót sem hefur ekkert að segja.“ Hún hefur búið í húsinu í ellefu ár en hefur aldrei séð annað eins. „Ég hef aldrei séð sjóinn svona háan og svona rosalega kraftmiklar öldur sem bara tóku þessa stóru hnullunga og hentu þeim í gluggann,“ sagði Sigríður. „Við erum í miklu sjokki öllsömul í fyrirtækinu. Fólk hefur verið að hjálpast að hérna í húsinu en eins og þið sjáið hérna inni hjá okkur þá er þetta orðið verulegt tjón. Það er í rauninni allt orðið ónýtt meira og minna sko. Við erum bara slegin sko.“
Náttúruhamfarir Veður Reykjavík Akranes Suðurnesjabær Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. 3. mars 2025 11:37
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27