Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar 3. mars 2025 22:02 Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun