Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 17:02 Þormóður lét nýverið taka íbúðina í gegn sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta. Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs. Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira