Handbolti

Bein út­sending: Snorri velur strákana sem mæta Grikkjum

Sindri Sverrisson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson stefnir með Ísland á sitt þriðja stórmót sem landsliðsþjálfari.
Snorri Steinn Guðjónsson stefnir með Ísland á sitt þriðja stórmót sem landsliðsþjálfari. vísir/Vilhelm

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, kynnir í dag leikmannahópinn sem mætir Grikklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM 2026. Fundurinn hefst klukkan 14.00.

Fyrri leikurinn er 12. mars í Kalkis á grísku eyjunni Evia en liðin mætast svo í Laugardalshöll 15. mars.

Ísland hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni, gegn Bosníu og Georgíu, en Grikkland vann Georgíu og tapaði gegn Bosníu.

Hópurinn sem Snorri velur nú er sá fyrsti síðan að Ísland endaði í 9. sæti á HM í janúar.

Ísland er með 4 stig í sínum riðli, Grikkland og Bosnía 2, og Georgía án stiga. Tvö efstu liðin eru örugg um sæti á EM og liðið í 3. sæti á einnig góða möguleika, svo afar líklegt er að Ísland komist á EM líkt og liðið hefur gert samfleytt frá árinu 2000.

EM 2026 fer fram í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og hafa Svíar þegar valið Ísland sem sína vinaþjóð á mótinu, að því gefnu að Ísland komist á mótið. Íslendingar myndu þá spila í F-riðli í Kristianstad en þangað flykktust stuðningsmenn að sjá Ísland spila á HM 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×