Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:31 Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun