Þegar komið var á vettvang kom í ljós að þakið var að „flettast af húsinu í heilu lagi“, segir í tilkynningu frá björgunarsveitinni.
Var það niðurstaða manna að öruggast væri að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Skotbómulyftari var fenginn í verkið og aðgerðum lokið klukkan fimm í morgun.


