„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Siggeir Ævarsson skrifar 2. mars 2025 21:39 Emil Barja fer yfir málin með sínum konum fyrr í vetur Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Þetta var annar sigur Hauka í Keflavík í röð á skömmum tíma og Emil Barja, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur. „Ótrúlega sætt og gaman líka að við erum með nánast heilt lið núna, okkur vantar ennþá Agnesi. Keflavík er virkilega gott lið og ég er ótrúlega ánægður með að vinna þær tvisvar í röð í Keflavík. Gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir framhaldið inn í úrslitakeppnina.“ Haukar lentu í allskonar villuvandræðum í fyrri hálfleik. Þrír leikmenn voru komnir með þrjár villur og þá var búið að dæma tæknivillu á Emil og bekkinn. Hann vildi þó ekki meina að þessar villur hefðu riðlað leik liðsins mikið og mótmælti ekki tæknivillunum. „Ekki tæknivillurnar, þær eru alltaf bara okkur að kenna. Mér fannst við alveg eiga einhverjar villur inni í fyrri hálfleik, ég held að það hafi verið 14-7 í villum. En svo er það bara okkar. Í hálfleik töluðum við um að við ætluðum ekki að pæla neitt í dómurunum. Við stjórnum þeim ekki neitt. Við getum lagað hlutina sem við stjórnum. Það var okkar áhersla. Láta dómarana í friði og það voru líkar engar tæknivillur í seinni hálfleik, sem er gott.“ Þriggjastiga nýting Hauka var í hæstu hæðum í kvöld, endaði í 55 prósentum, en á einum tímapunkti í leiknum var liðið með 70 prósent nýtingu fyrir utan, og með sömu nýtingu úr vítum á sama tíma. „Við æfum þriggjastiga skotin mjög vel, örugglega meira en vítin og bara gaman þegar þau fara ofan í. Það eru margar sem geta skotið, það er erfitt að falla af okkur. Við getum alltaf fundið einhvern auka og stelpurnar eru rosalega góðar að finna auksendinguna og aukamanninnn. Þannig að við erum alltaf að taka fullt af opnum skotum þannig að ég er ótrúlega ánægður með sóknarleikinn í heild.“ Keflvíkingar jöfnuðu leikinn í 91-91 undir lokin en Haukarnir stóðust áhlaupið, eins og öll hin í leiknum. „Mér fannst þetta vera allan leikinn. Mér fannst við alltaf komast 5-10 stigum yfir og þær ná okkur alltaf. Við náum aldrei einhvern veginn að stinga þær af en það er líka bara eðlilegt. Þetta er frábært lið og auðvitað eru þær ekkert að fara að gefast upp þó við komust á eitthvað „run“. Þær bara taka sama „run“ til baka og því ótrúlega sætt að klára þetta.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Haukar Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira