„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. mars 2025 20:07 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31