Fyrsti gestur dagsins erÁsta Fjeldsted forstjóri Festi. Hún ætlar að ræða nýjustu tíðindi úr atvinnulífinu.
Því næst mæta Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður og Ólafur Adolfson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í settið og ræða landsfund Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir. Nýr formaður flokksins verður kjörinn í dag.
Að því loknu mæta Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og Jón Ólafsson prófessor við HÍ og ræða nýjustu vendingar í alþjóðamálum en sögulegur fundur Donald Trump og Volodimír Selenskí á föstudag hefur vakið heimsathygli.
Loks mætir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræðir verkalýðsmál.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan og á Bylgjunni.