„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. mars 2025 14:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ráðherra segir markmiðið að bregðast við athugasemdum og samræma íslenska löggjöf í takt við það sem þekkist í nágrannalöndum. „Þetta er í raun og veru viðbragð við því þegar að Ísland lenti eins og við munum á gráum lista vegna þess að í tíð fyrri stjórnvalda vantaði verulega upp á aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta eru fjármálaupplýsingar sem önnur stjórnvöld eru þegar með aðgang að og mér fannst bara fráleitt að lögreglan væri í verri stöðu en Skatturinn eða fjármálaeftirlitið,“ segir Þorbjörg. Stóra málið snúist um að löggjöf Íslands sé sambærileg við það sem gengur og gerist í samanburðarlöndum og að „Ísland sé ekki lengur útsett fyrir því að vera á gráum lista með löndum á borð við Albaníu, Simbabve og Sýrlandi,“ líkt og ráðherra orðar það. Hún ítrekar að það sé ekki svo að lögregla geti gengið í fjárhagsupplýsingar borgaranna að tilefnislausu. „Þetta eru upplýsingar sem önnur stjórnvöld hafa aðgengi að án þess að vera með dómsúrskurð, þetta eru upplýsingar sem að liggja fyrir í kerfunum okkar. Þá er ekkert sem segir að lögreglan eigi að vera í verri stöðu hvað það varðar. Þetta er ekki lagasetning sem hefur áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Þorbjörg. „Við erum einfaldlega að uppfæra löggjöf á Íslandi vegna gangrýni sem við höfum fengið á alþjóðlegum vettvangi.“ Hún segir efasemdaraddir ekki koma á óvart sem fyrstu viðbrögð við frumvarpinu, en boðaðar breytingar eiga sér eðlilegar skýringar. „Þetta er auðvitað alltaf í beinum tengslum við rannsóknir sakamála og stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Alþingi Lögreglan Fjármálafyrirtæki Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira