„Rosalega íslensk umræða“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 12:10 Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Íþróttamaður ársins/Mummi Lú Allt stefnir í stærsta landsfund í sögu Sjálfstæðisflokksins ef marka má skráningu á fundin sem hófst í morgun. Mikil spenna ríkir í búðum Sjálfstæðismanna en á sunnudaginn lýkur baráttu Áslaugar Örnu og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið sem hafi verið drengileg þar til á loka metrunum. Klukkan hálf fimm mun Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formlega setja landsfund Sjálfstæðisflokksins með sinni síðustu ræðu sem formaður flokksins. Á sunnudaginn mun koma í ljós hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir taki við keflinu af Bjarna. Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir mikla stemmningu vera í Laugardalshöllinni og að fólk hafi hrannast inn um leið og dyrnar voru opnar í morgun. „Hér voru dyrnar opnar klukkan hálf níu í morgun og fylltist strax salurinn af fólki að ná sér í pakkana sína. Það er gríðarleg spenna fyrir þessum landsfundi, eðlilega. Sem stefnir í að vera sá stærsti í sögunni og ein stærsta pólitíska samkoma sem sést hefur með 2.200 manns sem verða hér þegar mest verður um helgina.“ „Fólk var að tala um holt og heiðar“ Tómas bætir við að allir bíði mjög spenntir eftir því að sjá setningarræðu Bjarna. „Það gæti verið ansi þröngt á þingi þó að Laugardalshöllin rúmi marga. Það er opinn viðburður og ekki bara fyrir þá sem eru skráðir landsfundarfulltrúar. Það er fyrir sjálfstæðismenn og í rauninni hvern sem er sem vill sjá þetta. Það verður væntanlega margt um manninn þegar þessi stórmerkilegi formaður og pólitíkus setur landsfund og kveður um leið.“ Til umræðu var innan Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi meðal annars með vísun til slæmra veðurskilyrða í febrúar. Jens Garðar Helgason, þingmaður sem býður fram til varaformanns, sagði við fréttastofu í desember að formenn málefnanefnda flokksins hefðu rætt mögulega frestun fundarins. Jens Garðar sagði helstu ástæðuna vera þá að brugðið gæti til beggja vona varðandi verður og færð á vegum seint í febrúar. Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Tómas segir alla þó hafa komist leiðar sinnar á fundinn. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því.“ Of snemmt að útiloka varaformannsframboð Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður ræddu baráttuna um formannsembættið í bítinu í morgun. Þórður sagði að um drengilega baráttu væri að ræða hingað til. „Auðvitað færist hiti í leikinn svona síðustu daganna, fyrir helgina. Það eru einhverjar blammeringar á samfélagsmiðlum og það er oft meiri hiti í baklandi frambjóðenda en í frambjóðendum sjálfum.“ Vísar Þórður þar með í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar þar sem hann gagnrýndi Guðrúnu. Ómögulegt sé að segja til um hver muni bera sigur úr býtum. „Það áhugaverða er að það er engin leið að átta sig á hvernig landið liggur. Menn eru að reyna telja þetta út út frá flokksfélögunum sem eru tilnefndir á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn algjörlega í myrkrinu.“ Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þingmenn Sjálfstæðisflokksins sækjast ein eftir varaformannsembættinu en of snemmt sé að útiloka hvort Áslaug eða Guðrún blandi sér í þá baráttu. „Ef það er tæplega hálfur landsfundur sem vill fá þig sem formann, þá gæti sú sem lýtur í lægra haldi nýtt sér það áfram í varaformannskjörið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Klukkan hálf fimm mun Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, formlega setja landsfund Sjálfstæðisflokksins með sinni síðustu ræðu sem formaður flokksins. Á sunnudaginn mun koma í ljós hvort Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eða Guðrún Hafsteinsdóttir taki við keflinu af Bjarna. Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir mikla stemmningu vera í Laugardalshöllinni og að fólk hafi hrannast inn um leið og dyrnar voru opnar í morgun. „Hér voru dyrnar opnar klukkan hálf níu í morgun og fylltist strax salurinn af fólki að ná sér í pakkana sína. Það er gríðarleg spenna fyrir þessum landsfundi, eðlilega. Sem stefnir í að vera sá stærsti í sögunni og ein stærsta pólitíska samkoma sem sést hefur með 2.200 manns sem verða hér þegar mest verður um helgina.“ „Fólk var að tala um holt og heiðar“ Tómas bætir við að allir bíði mjög spenntir eftir því að sjá setningarræðu Bjarna. „Það gæti verið ansi þröngt á þingi þó að Laugardalshöllin rúmi marga. Það er opinn viðburður og ekki bara fyrir þá sem eru skráðir landsfundarfulltrúar. Það er fyrir sjálfstæðismenn og í rauninni hvern sem er sem vill sjá þetta. Það verður væntanlega margt um manninn þegar þessi stórmerkilegi formaður og pólitíkus setur landsfund og kveður um leið.“ Til umræðu var innan Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi meðal annars með vísun til slæmra veðurskilyrða í febrúar. Jens Garðar Helgason, þingmaður sem býður fram til varaformanns, sagði við fréttastofu í desember að formenn málefnanefnda flokksins hefðu rætt mögulega frestun fundarins. Jens Garðar sagði helstu ástæðuna vera þá að brugðið gæti til beggja vona varðandi verður og færð á vegum seint í febrúar. Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Tómas segir alla þó hafa komist leiðar sinnar á fundinn. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því.“ Of snemmt að útiloka varaformannsframboð Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður ræddu baráttuna um formannsembættið í bítinu í morgun. Þórður sagði að um drengilega baráttu væri að ræða hingað til. „Auðvitað færist hiti í leikinn svona síðustu daganna, fyrir helgina. Það eru einhverjar blammeringar á samfélagsmiðlum og það er oft meiri hiti í baklandi frambjóðenda en í frambjóðendum sjálfum.“ Vísar Þórður þar með í Facebook-færslu Jóns Gunnarssonar þar sem hann gagnrýndi Guðrúnu. Ómögulegt sé að segja til um hver muni bera sigur úr býtum. „Það áhugaverða er að það er engin leið að átta sig á hvernig landið liggur. Menn eru að reyna telja þetta út út frá flokksfélögunum sem eru tilnefndir á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn algjörlega í myrkrinu.“ Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þingmenn Sjálfstæðisflokksins sækjast ein eftir varaformannsembættinu en of snemmt sé að útiloka hvort Áslaug eða Guðrún blandi sér í þá baráttu. „Ef það er tæplega hálfur landsfundur sem vill fá þig sem formann, þá gæti sú sem lýtur í lægra haldi nýtt sér það áfram í varaformannskjörið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira