Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:15 Caro-Quintero er sagður hafa staðið að ráninu á Enrique "Kiki" Camarena, sem var pyntaður og myrtur árið 1985. FBI Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira