„Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 09:12 Stefán Einar og Þórður spáðu í spilin í Bítinu í morgun. Vísir Barátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum hefur verið drengileg, segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur. Hann segir þó eðlilegt að það færist hiti í leikinn á lokametrunum. „En svo mun þetta enda eins og alltaf hjá okkur eftir að formannskjöri lýkur,“ sagði Þórður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá fylkir allur flokkurinn sér að baki formanninum og tekur stefnuna til stórra sigra, hver sáttahöndin uppi á móti annarri.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og kosið verður um formann á sunnudag. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður, sem einnig var til viðtals í Bítinu, sagði menn gera ráð fyrir að þetta yrði jafnvel stærsta landsþing sögunnar, þar sem um 2.200 fulltrúar hefðu atkvæðarétt. Þá skipti það alltaf máli þegar gengið væri til kosninga um formann flokksins, þar sem það hefði áhrif á pólitíkina alla. Stefán Einar sagði að það hefði oft verið sótt að Bjarna Benediktssyni, fráfarandi formanni, en nú væri slagurinn hins vegar jafnari. „Og það áhugaverða er engin leið til að átta sig á því hvernig landið liggur; menn eru að reyna að telja þetta út útfrá flokksfélögunum sem tilnefna inn á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn í raun algjörlega í myrkrinu.“ Ekki hægt að útiloka að önnur verði varaformaður Stefán Einar segist hafa heyrt að margir ætli að láta ræður formannsefnanna ráða því hvernig þeir greiða atkvæði. Hann bendir á að allir flokksmenn séu í raun í kjöri, þar sem menn greiða atkvæði með því að skrifa sjálfir nafn á blað, í stað þess að velja um nöfn á kjörseðli. Þórður tók undir með Stefáni Einari og sagði erfitt að spá fyrir um úrslit. Hins vegar væri ljóst að hart hefði verið barist um sæti á fundinum og deilur staðið yfir í einu ónefndu félagi með 77 sæti langt fram á liðna nótt. Þrátt fyrir að bæði Áslaug Arna og Guðrún hefðu neitað því að hafa áhuga á varaformannsembættinu, eðli málsins samkvæmt, væri ekki hægt að útiloka að sú sem biði í lægra haldi myndi sækjast eftir því ef mjótt yrði á munum. Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason hafa þegar lýst því yfir að þau sækist eftir embættinu. „Þetta eru tvær mjög öflugar stjórnmálakonur sem ég held að hafi báðar mikinn hug á því að halda áfram sínu stjórnmálavafstri og þær hafa mikið erindi til þess,“ sagði Stefán Einar um það hvort Áslaug og Guðrún myndu mögulega sætta sig við varaformanninn. „Það er enginn niðurlæging í því að sinna varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum, þvert á móti.“ Hann skaut svo föstu skoti á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þegar hann sagði að það hefði jafnan verið þannig að varaformenn flokksins tækju síðar við formennsku, nema þeir sem hefðu „hlaupist undan merkjum og gerst formenn í Viðreisn“. Ósammála um úrslit Þórður sagði að þegar flokkar væru orðnir þetta stórir væri eðlilegt að menn skiptu sér í fylkingar þegar kæmi að formannskjöri. Hins vegar væri raunveruleikinn sá að skiptingin væri nú ekki endilega eins og menn héldu. Hvað stöðu Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Stefán Einar erfitt að átta sig á því á þessum tímapunkti hvor frambjóðendanna, Áslaug eða Guðrún, væri líklegri til að auka hratt fylgi flokksins. „Stóra spurningin er í raun: Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur? Kristrún Frostadóttir er stóri leikandinn á sviðinu í dag sem þarf að etja kappi við og Sjálfstæðisflokkurinn þarf, ef hann hugsar stragedískt, að hugsa hvor þeirra er líklegri til þess að geta í raun og veru tekið svolítið sviðið af núverandi forsætisráðherra.“ Spurður að því hvernig hann spáði um úrslit sagðist Stefán Einar telja að munurinn yrði meiri en margir teldu en vildi ekki uppljóstra hverjum í hag. Þórður sagðist hins vegar þvert á móti telja að þetta yrði tæpt. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hann segir þó eðlilegt að það færist hiti í leikinn á lokametrunum. „En svo mun þetta enda eins og alltaf hjá okkur eftir að formannskjöri lýkur,“ sagði Þórður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá fylkir allur flokkurinn sér að baki formanninum og tekur stefnuna til stórra sigra, hver sáttahöndin uppi á móti annarri.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og kosið verður um formann á sunnudag. Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður, sem einnig var til viðtals í Bítinu, sagði menn gera ráð fyrir að þetta yrði jafnvel stærsta landsþing sögunnar, þar sem um 2.200 fulltrúar hefðu atkvæðarétt. Þá skipti það alltaf máli þegar gengið væri til kosninga um formann flokksins, þar sem það hefði áhrif á pólitíkina alla. Stefán Einar sagði að það hefði oft verið sótt að Bjarna Benediktssyni, fráfarandi formanni, en nú væri slagurinn hins vegar jafnari. „Og það áhugaverða er engin leið til að átta sig á því hvernig landið liggur; menn eru að reyna að telja þetta út útfrá flokksfélögunum sem tilnefna inn á fundinn en af því sem ég heyri og hlera þá eru menn í raun algjörlega í myrkrinu.“ Ekki hægt að útiloka að önnur verði varaformaður Stefán Einar segist hafa heyrt að margir ætli að láta ræður formannsefnanna ráða því hvernig þeir greiða atkvæði. Hann bendir á að allir flokksmenn séu í raun í kjöri, þar sem menn greiða atkvæði með því að skrifa sjálfir nafn á blað, í stað þess að velja um nöfn á kjörseðli. Þórður tók undir með Stefáni Einari og sagði erfitt að spá fyrir um úrslit. Hins vegar væri ljóst að hart hefði verið barist um sæti á fundinum og deilur staðið yfir í einu ónefndu félagi með 77 sæti langt fram á liðna nótt. Þrátt fyrir að bæði Áslaug Arna og Guðrún hefðu neitað því að hafa áhuga á varaformannsembættinu, eðli málsins samkvæmt, væri ekki hægt að útiloka að sú sem biði í lægra haldi myndi sækjast eftir því ef mjótt yrði á munum. Dilja Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason hafa þegar lýst því yfir að þau sækist eftir embættinu. „Þetta eru tvær mjög öflugar stjórnmálakonur sem ég held að hafi báðar mikinn hug á því að halda áfram sínu stjórnmálavafstri og þær hafa mikið erindi til þess,“ sagði Stefán Einar um það hvort Áslaug og Guðrún myndu mögulega sætta sig við varaformanninn. „Það er enginn niðurlæging í því að sinna varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum, þvert á móti.“ Hann skaut svo föstu skoti á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þegar hann sagði að það hefði jafnan verið þannig að varaformenn flokksins tækju síðar við formennsku, nema þeir sem hefðu „hlaupist undan merkjum og gerst formenn í Viðreisn“. Ósammála um úrslit Þórður sagði að þegar flokkar væru orðnir þetta stórir væri eðlilegt að menn skiptu sér í fylkingar þegar kæmi að formannskjöri. Hins vegar væri raunveruleikinn sá að skiptingin væri nú ekki endilega eins og menn héldu. Hvað stöðu Sjálfstæðisflokksins varðaði sagði Stefán Einar erfitt að átta sig á því á þessum tímapunkti hvor frambjóðendanna, Áslaug eða Guðrún, væri líklegri til að auka hratt fylgi flokksins. „Stóra spurningin er í raun: Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur? Kristrún Frostadóttir er stóri leikandinn á sviðinu í dag sem þarf að etja kappi við og Sjálfstæðisflokkurinn þarf, ef hann hugsar stragedískt, að hugsa hvor þeirra er líklegri til þess að geta í raun og veru tekið svolítið sviðið af núverandi forsætisráðherra.“ Spurður að því hvernig hann spáði um úrslit sagðist Stefán Einar telja að munurinn yrði meiri en margir teldu en vildi ekki uppljóstra hverjum í hag. Þórður sagðist hins vegar þvert á móti telja að þetta yrði tæpt.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira