Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 21:48 Sólveig Anna Jónsdóttir og Sigurður Kjærnested. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir uppsögn tiltölulega nýs kjarasamnings í dag hafa komið fólki verulega á óvart. Efling sagði í dag upp kjarasamning um 2.300 félagsmanna í hjúkrunarstörfum. Kjarasamningurinn var undirritaður 2. október og samþykktur um miðjan þann mánuð. „Þegar við vorum í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu var okkar helsta markmið að bæta mönnun,“ segir Sólveig. „Hún er mjög léleg og hefur hræðileg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfólks og leiðir til mikils álags og svo framvegis.“ Hún segir að þegar samningurinn hafi verið undirritaður hafi fylgt honum yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu um stofnun vinnuhóps. Þeim hópi væri ætlað að útbúa mönnunarviðmið sem hægt væri að fara eftir. Hópurinn væri búinn að skila niðurstöðu en Sólveig segir hana algerlega ófullnægjandi. Hún segir samninginn vera með forsenduákvæði sem segi til um að hægt sé að segja honum upp, ef Efling væri ekki ánægð með tillögurnar. Það þyrfti að vera gert fyrir 1. apríl. „En við sáum enga ástæðu til þess að bíða. Við vildum einfaldlega koma þessum skilaboðum áleiðis hratt og örugglega til okkar viðsemjenda og ríkissáttasemjara og það gerðum við í dag.“ Sólveig sagði að Efling myndi fylgja þeirra kröfugerð en sá varnagli yrði sleginn um að nú væri til að mynda búið að undirrita kjarasamning við kennara. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Nú þegar samningarnir verði opnir verði skoðað hvað opinberir launagreiðendur hafi samið um við aðra. Sólveig vildi ekki segja að farið yrði fram á frekari hækkanir en samið var um í samningunum frá október en samningur kennara yrði að sjálfsögðu skoðaður. „Þá langar mig líka að segja að við erum að fjalla um kjarasamning fyrir risastóran hóp ómissandi starfsfólks, mestmegnis kvenna, sem eru í því sem hægt er að kalla sögulega vanmetin kvennastörf. Ef einhver á hér inni einhverskonar leiðréttingu á sínum kjörum, þá er það sannarlega þessi hópur.“ Samningi sagt upp í miðri á Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri SFV, segir uppsögn samningsins í dag hafa komið verulega á óvart. Vinnan sem Sólveig hefði vísað til, sem sneri að því að búa til viðmið um mönnun og ná sátt um hvernig eigi að fjármagna það, væri enn lokið. „Stjórnvöld hafa til 1. apríl til að bregðast við og koma með sínar tillögur og sína áætlun, þannig að þetta kom okkur bara gersamlega í opna skjöldu. Að samningnum sé sagt upp á þessum tímapunkti, þegar við erum í miðri á.“ Aðspurður hvort eitthvað hafi verið ýtt eftir svörum eða einhverjum viðvörubjöllum hringt, segir Sigurjón svo ekki vera. „Þetta kom okkur mjög á óvart vegna þess að það eru allir að vinna að fullum heilindum að þessu sameiginlega markmiði um að ná sáttum um hvernig viljum við manna þessa mikilvægu þjónustu til framtíðar,“ segir Sigurjón. Hann segir SFV, stjórnvöld og Eflingu hafa verið í þessari vinnu og að henni sé ekki lokið. „Eins og ég segi, stjórnvöld hafa frest til 1. apríl til að koma með sín viðbrögð og áætlun.“ Hann segist vona að enn sé hægt að ná sátt um þá vinnu. „Við erum að tala um þjónustu þrjú þúsund af veikustu einstaklingum samfélagsins. Við þurfum að hafa sátt um þetta og stöðugleika í þjónustunni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Stéttarfélög Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. 27. febrúar 2025 18:17
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. 27. febrúar 2025 16:08