„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Hinrik Wöhler skrifar 27. febrúar 2025 20:30 Lena Margrét Valdimarsdóttir brýtur sér leið í gegnum vörn Vals. Vísir/Vilhelm Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn. Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum. Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum.
Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira