Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 19:26 Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð Arion banka um samrunaviðræður bankanna tveggja. Samsett Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar. Þar segir að stjórn Íslandsbanka hf. hafi borist bréf frá bankastjóra og stjórnarformanni Arion banka hf. þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem óskað var eftir því að bankarnir hæfu samrunaviðræður. „Stjórn Íslandsbanka hefur fjallað vandlega um málið og eftir ítarlega yfirferð og greiningu er það niðurstaða stjórnar bankans að hefja ekki samrunaviðræður við Arion,“ segir í tilkynningunni. Þá þakkar stjórn bankans Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka. „Íslandsbanki hefur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, framsækni, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Bankinn hefur horft til raunhæfra innri og ytri vaxtartækifæra sem styðja við stefnu bankans. Hjá Íslandsbanka er stöðugt unnið að aukinni skilvirkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskiptavina og hluthafa bankans. Eigið fé bankans er töluvert umfram markmið, sem gefur tækifæri til arðbærs vaxtar. Enn fremur telur stjórn bankans það vera mikið hagsmunamál fyrir alla hluthafa Íslandsbanka að söluferli á eignarhlut ríkisins í bankanum gangi greiðlega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni. Taka undir sjónarmið Arion Stjórnin tekur undir ýmis sjónarmið í bréfi Arion um mögulegt hagræði sem gæti hlotist af samrunum á innlendum bankamarkaði og að lækka megi kostnað með auknu samstarfi um innviði bankaþjónustu, lægri sköttum og hóflegum eiginfjárkröfum. „Hins vegar er það mat stjórnar Íslandsbanka að mjög ólíklegt sé að sá samruni sem stjórn Arion leggur til fáist samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum,“ segir síðan í tilkynningunni. Loks segir í tilkynningunni að Íslandsbanki muni leita eftir samtali við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og aðra hagsmunaaðila um það hvernig auka megi samstarf um innviði fjármálakerfisins í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa og á sama tíma efla samkeppni á fjármálamarkaði. Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar. Þar segir að stjórn Íslandsbanka hf. hafi borist bréf frá bankastjóra og stjórnarformanni Arion banka hf. þann 14. febrúar síðastliðinn, þar sem óskað var eftir því að bankarnir hæfu samrunaviðræður. „Stjórn Íslandsbanka hefur fjallað vandlega um málið og eftir ítarlega yfirferð og greiningu er það niðurstaða stjórnar bankans að hefja ekki samrunaviðræður við Arion,“ segir í tilkynningunni. Þá þakkar stjórn bankans Arion fyrir sýndan áhuga á samruna við Íslandsbanka. „Íslandsbanki hefur markað sér mjög skýra stefnu þar sem áhersla er lögð á arðsemi, framsækni, þjónustu og upplifun viðskiptavina. Bankinn hefur horft til raunhæfra innri og ytri vaxtartækifæra sem styðja við stefnu bankans. Hjá Íslandsbanka er stöðugt unnið að aukinni skilvirkni og hagræðingu, sem mun skila sér til viðskiptavina og hluthafa bankans. Eigið fé bankans er töluvert umfram markmið, sem gefur tækifæri til arðbærs vaxtar. Enn fremur telur stjórn bankans það vera mikið hagsmunamál fyrir alla hluthafa Íslandsbanka að söluferli á eignarhlut ríkisins í bankanum gangi greiðlega fyrir sig,“ segir í tilkynningunni. Taka undir sjónarmið Arion Stjórnin tekur undir ýmis sjónarmið í bréfi Arion um mögulegt hagræði sem gæti hlotist af samrunum á innlendum bankamarkaði og að lækka megi kostnað með auknu samstarfi um innviði bankaþjónustu, lægri sköttum og hóflegum eiginfjárkröfum. „Hins vegar er það mat stjórnar Íslandsbanka að mjög ólíklegt sé að sá samruni sem stjórn Arion leggur til fáist samþykktur af Samkeppniseftirlitinu við núverandi aðstæður nema gegn ströngum og afar íþyngjandi skilyrðum,“ segir síðan í tilkynningunni. Loks segir í tilkynningunni að Íslandsbanki muni leita eftir samtali við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og aðra hagsmunaaðila um það hvernig auka megi samstarf um innviði fjármálakerfisins í því skyni að ná fram aukinni hagræðingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini og hluthafa og á sama tíma efla samkeppni á fjármálamarkaði.
Íslandsbanki Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira