Íslenski boltinn

Kjartan Kári verður á­fram hjá FH eftir að hafa hafnað Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Kári Halldórsson fagnar einu af átta mörkum sínum síðasta sumar.
Kjartan Kári Halldórsson fagnar einu af átta mörkum sínum síðasta sumar. Vísir/Diego

Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum.

Kjartan Kári hefur nefnilega tekið þá ákvörðun að vera áfram í FH en þetta staðfestir hann í samtali við netsíðuna fótbolti.net.

FH var búið að samþykkja kauptilboð Valsmanna í Kjartan en ekkert verður að félagsskiptunum.

„Það er auðvitað mjög gaman að fá áhuga frá öðrum liðum og það frá Val og Víking. Maður peppast að sjálfsögðu upp við það. En þetta varð síðan alvöru umhugsunarefni þegar Valur hafði fengið samþykkt tilboð í mig og mér var leyft að tala við Val. Það voru góð samtöl og samskipti en hjartað sagði mér að vera áfram í FH," sagði Kjartan Kári í viðtali við fótbolta.net.

Kjartan Kári átti gott tímabil í fyrra og var þá með átta mörk og níu stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×