Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar 27. febrúar 2025 07:16 Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar