Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2025 15:01 Eva og Davíð hafa búið í tvö ár á Tenerife. „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Í fyrsta þætti af sjöttu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir þau Evu, Davíð og dætur þeirra tvær í fjallaþorpi á Tenerife en sú elsta er farin heim í framhaldsskóla. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Evu og Davíð langaði að lifa rólegra lífi og ákváðu því að prófa eitt ár í hitanum á Tene. En síðan eru liðin tvö og hálft ár og þau eru alls ekki á leiðinni heim. Þau eru búin að byggja sér stórt einbýlishús í fjallaþorpinu Guía de Isora sem er um 20 kílómetra frá hinum vinsæla ferðamannastað Costa Adeje, sem margir Íslendingar þekkja. Það er hins vegar vafamál hvort lífið sé eitthvað rólegra á Tene. Því heima á Akureyri voru þau önnum kafin við að brasa, kaupa, byggja, breyta - en eru nú farin að gera slíkt hið sama á Tene. En þó er kanaríski hamagangurinn töluvert afslappaðri en sá íslenski, segja þau hjónin. Þurfa ekki að eiga allt það nýjasta „Þegar þú kemur inn í svona bæ, þá er enginn að spá í hvort þú eigir nýjasta bílinn eða nýjasta Ittala. Ekki það, mér var svo sem alveg sama um það á Íslandi en þetta bara böggaði mig svo mikið, hvað allir þurftu að eiga eins. Svona eitthvað lífsgæðakapphlaup sem er að drepa Íslendinga. Ég bara nenni því ekki. Við höfum það mjög gott. Ég þarf ekkert að eiga allt það nýjasta og flottasta. Og ég nenni ekki að vera í þessari typpakeppni,“ segir Davíð. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 1. þáttar Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira