Innlent

Bein út­sending: Öryggis­mál í önd­vegi

Samúel Karl Ólason skrifar
F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014.
F/A-18 Hornet orrustuþota finnska flughersins yfir Íslandi á æfingu árið 2014. Flugher Finnlands

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið, halda í dag málþing um öryggis- og varnarmál á Íslandi. Þar munu utanríkisráðherra og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar ræða helstu áskoranir Íslands í alþjóðamálum og hvernig megi tryggja öryggi landsins.

Í tilkynningu segir að öryggisumhverfi hafi gjörbreyst á skömmum tíma og að ríki evrópu standi frammi fyrir því að þurfa að stórauka framlög til öryggis- og varnarmála og hraða uppbyggingu á herafla og getu.

„Á málþinginu ræða þrjár konur sem farið hafa fyrir málaflokknum helstu áskoranir í alþjóðamálum, hvernig tryggja megi öryggi og varnir Íslands með þátttöku í fjölþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi og hvernig byggja megi upp þekkingu og getu á sviði öryggis- og varnarmála hér á landi,“ segir í tilkynningunni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, opnar málþingið, sem hefst klukkan fjögur, með ávarpi og í kjölfarið verður haldið pallborð. Þar mun Þorgerður taka þátt, auk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem er einnig fyrrverandi utanríkisráðherra.

Stjórnandi umræðu er Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.

Fundarstjóri er Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs.

Eins og áður segir hefst málþingið klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í spilara hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×