Innlent

Leita að línunni

Telma Tómasson skrifar
Ástráður Haraldsson hefur í nægu að snúa í kennaradeilunni.
Ástráður Haraldsson hefur í nægu að snúa í kennaradeilunni. vísir/vilhelm

Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans.

Hann sagðist í samtali við fréttstofu nú á þriðja tímanum vilja átta sig á stöðunni, athuga hvort lægja þyrfti öldur og allir þyrftu í sameiningu að finna út úr því hvort vinnanlegur flötur væri fyrir hendi í núverandi stöðu. Ef fundin yrði lína sem hægt væri að vinna eftir yrði gengið í það verkefni. 

Fundurinn nú er sá fyrsti síðan samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu sáttasemjara fyrir helgi, þá sömu tillögu og kennarar samþykktu og samninganefnd ríkisins tók ekki afstöðu til. 

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði ekki langt á milli aðila. Það hefði sýnt sig í viðbrögðum við tillögum sáttasemjara. Nú væri komið að því að brúa þetta stutta bil á milli deiluaðila.

Mikill kurr hefur verið í kennurum síðan, sumir gengu út af vinnustað sínum á föstudag, hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ mótmæltu á meðan fundur bæjarráðs fór fram í morgun og efnt hefur verið til gjörnings í Hafnarfirði á morgun.


Tengdar fréttir

Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×