Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, þáverandi formaður VR, þegar þau stóðu saman í stéttabaráttu. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar. Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, þáði 10,2 milljóna króna eingreiðslu í biðlaun og uppsafnað orlof um mánaðamótin vegna starfsloka hans sem formanns VR í desember. Hann segist hafa þegið launin til þess að leggja í „neyðarsjóð“ fjölskyldu sinnar vegna þess að verkalýðsleiðtogar eigi oft erfitt með að fá vinnu eftir að hafa staðið í stéttabaráttu. Sjálfur gagnrýndi Ragnar Þór harðlega starfslokagreiðslur til þáverandi ríkislögreglustjóra árið 2019. Sagði hann óboðlegt að „pólitísk foréttindastétt“ lyti öðrum lögmálum en venjulegt fólk. Þá sagði Ríkisútvarpið frá því í dag að Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, yrði á launum hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands fram á sumar þrátt fyrir að hann hafi byrjað að fá greidd laun sem þingmaður í desember. Freyr Rögnvaldsson, upplýsingafulltrúi Eflingar, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að kveðið sé á um sex mánaða rétt til launagreiðslna við starfslok í ráðningarsamningi Sólveigar Önnu, formanns félagsins. Eftir því sem næst verði komist sé það ákvæði sambærilegt við samninga annarra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar. Sjálf segir Sólveig Anna að hún þægi ekki þessi laun ef hún væri kjörin til opinbers embættis og væri byrjuð að þiggja laun fyrir það. „Mér myndi ekki hugnast það. Það myndi bara ekki samræmast minni sýn á þessi störf, hvort sem það er að vera formaður í stéttarfélagi eða lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Alþingi,“ segir Sólveig Anna sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um ákvörðun Ragnars Þórs um að þiggja launagreiðslurnar.
Stéttarfélög Kjaramál Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15 VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42
Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. 25. febrúar 2025 11:15
VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25. febrúar 2025 08:36