Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Jón Þór Stefánsson skrifar 25. febrúar 2025 13:33 Væb bar sigur úr býtum í Söngvakeppni sjónvarpsins síðastliðið föstudagskvöld. Vísir/Hulda Margrét Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“ Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Frétt ísrelska miðilsins fjallar um framlag Íslands í Eurovision, Róa, sem er eftir Inga Bauer, Væb-bræður og Gunnar Björn Gunnarsson, en Væbararnir flytja lagið. Áður hefur verið greint frá því að lagið þykist líkjast ísraelska slagaranum Hatunat Hashana. Lagahöfundur ísraelska lagsins, Ofir Cohen, segist ætla að senda viðvörunarbréf á næstu dögum vegna málsins, áður en hann grípi til annarra aðgerða gegn Væb-bræðrum og Rúv. „Fyrst og fremst viljum við að þeir leysi úr þessu,“ hefur Israel Hayom eftir Cohen. „Við gefum þeim tvo valmöguleika: Annars vegar komumst við að viðeigandi samkomulagi, eða þeir felli lagið úr keppni.“ Með þessu „viðeigandi samkomulagi“ á Cohen við að honum verði greiddar skaðabætur, eða hann skrifaður fyrir þeim hluta lagsins sem hann vill meina að hann hafi samið, en það mun vera viðlagið. „Ef Íslendingarnir fallast ekki á kröfur okkar munum við fara fram á að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva fjarlægi lagið úr keppninni. Það er ómögulegt að taka þátt í keppninni með lag sem er að hluta til ekki frumlegt.“ Fjallað var um meintan lagastuld í íslenskum fjölmiðlum í lok janúar. Væb-bræður sögðust þá í samtali við Vísi gáttaðir vegna málsins. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ sagði Hálfdán Helgi Matthíasson, annar Væbarinn. Cohen segir að Íslendingar geti auðveldlega nálgast popptónlist héðan og þaðan úr heiminum í gegnum forrit eins og Spotify. „Um leið og lagið varð vinsælt í Ísrael sem fólk dansar við í hverju einasta brúðkaupi birtist það á mörgum topplistum. Það ætti því ekki að vera vandamál að finna það.“
Eurovision Ísrael Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira