Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda. Þessi misskilningur byggir á því að það sé hlutverk stjórnvalda að ákveða í hvaða félagi hver og einn er. Hvers vegna ætti stjórnvöldum að koma við í hvaða félagi hver og einn er, nema í þeim örfáu undantekningum að það leiði af eðli máls eins og á við t.d. um húsfélög? Þorsteinn hafi ekki erindi sem erfiði. Nútiminn var ekki kominn hjá einhverjum þingmanna, en líklega voru flestir þeirra karlar á þessum tíma. Þeir voru enn haldnir þeim ævaforna misskilningi að telja sig vita betur, þó telja verði það ólíklegt. Sama virðist enn eiga við. Nútiminn virðist ekki hafa komið við hjá þeim dómsmálaráðherrum sem hafa komið á eftir Þorsteini Pálssyni. Ekki veit ritari hvort nútíminn sé mættur hjá núverandi ráðherra, en telur rétt að gera ráð fyrir að svo sé. Þorsteinn Pálsson var á þessum tíma, þ.e. þegar hann lagði fram frumvarpið, dómsmálaráðherra og var einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi ríkisstjórn. Frá því að Þorsteinn Pálsson lauk störfum sem dómsmálaráðherra hafa verið tólf dómsmálaráðherrar, fyrir utan núverandi, og tíu þeirra verið úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað mikið um frelsi og gera það enn, samanber tilvitnun hér á eftir. Þrátt fyrir það tókst Þorsteini Pálssyni ekki að afnema helsi lögmanna og veita þeim frelsi. Virðist ekki hafa fengið stuðning til þess. Frelsið virðist vera meira í orði en á borði, a.m.k. hefur engin ráðherra á eftir Þorsteini Pálssyni sýnt í verki að frelsið skipti einhverju máli. Engin þeirra hefur a.m.k. reynt að afnema félagahelsi lögmanna, sama hvar í flokki þeir voru eða hvort þeir voru í flokki. Drottnunaráráttan virðist ná að kveða frelsishugsjónina í kútinn hjá öllum ráðherrunum, fyrir utan Þorstein Pálsson að sjálfsögðu. Það merkilega er að nú hafa þrír af fyrrum dómamálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp, ásamt einhverjum öðrum þingmönnum um félagafrelsi. Í frumvarpinu segir m.a.: „Rétturinn til að ganga í, stofna eða standa utan félaga er grundvallarréttur í hverju opnu lýðræðissamfélagi. Af þeim sökum er að finna í stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi og í alþjóðasáttmálum er einnig lögð sérstök áhersla á vernd þessara réttinda.“ Þetta er svipað og sagði í frumvarpi Þorsteins Pálssonar fyrir um aldarfjórðungi. Þetta er einnig svipað og ritari benti ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á. Nú eru fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og þá er eins og frelsisþráin vakni, en leggist í dvala þess á milli. Ritari benti bæði Jóni Gunnarssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þegar þau voru dómsmálaráðherrar, á þau ólög að kveða á um félagahelsi lögmanna í lögum, þegar það væri grundvallarréttur að standa utan félaga. Þá virtist félagafrelsið ekki vera sá grundvallarréttur sem þau tala nú um, jafnvel þó að slíkt væri í andstöðu við stjórnarskrá þá eins og nú. Ekki virðist hafa verið upp lokið fyrir nútímanum þó hann hafi knúið dyra og það a.m.k. tvisvar. Nú virðast þær dyr vera galopnar og það virðist vera mikilvægt að hleypa nútimanum inn. Einhvern veginn virðist drottnunaráráttan hafa verið yfirsterkari frelsisþránni þegar þau voru við stjórnvölinn vegna þess að þeim báðum virðist hafa þótt eðlilegt að stjórnvöld ákvæðu í hvaða félagi ritari væri, þó það væri gegn vilja hans og grundvallarrétti hans. Forræðishyggjan virðist oft vera nokkuð mikil þegar fólk er við stjórn, þó í orði sé hún oft fordæmd af sama fólki. Svo getur verið um verkfælni að ræða. Einnig getur verið að stjórnvöld telji forræðishyggjuna eðlilega. Predikarinn fjallaði um forræðishyggjuna og sagði m.a.: „……þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Verður ekki að telja að þetta eigi við enn í dag, einhverjum þúsundum árum seinna? Það er þessi óbilandi trú valdhafa að þeir séu að drottna yfir öðrum þeim til gæfu sem telja má stórhættulega, þar sem í raun eru þeir oft að drottna til ógæfu. Hlutverk þeirra er að þjóna, en þeir hafa líklega lítinn áhuga á því, eins og kom fram fyrir um tvö þúsund árum, samanber eftirfarandi: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar……“ Höfðingjarnir létu ritara kenna á valdi sínu og skylduðu hann til að vera í félagi með mönnum sem hann hefur engan áhuga á að vera í félagi með, svo lítið hefur breyst á tvö þúsund árum. Þetta gerðu höfðingjarnir þó þeir telji það nú til mannréttinda að standa utan félaga og engan megi skylda til að vera í félagi. Ef ritari þekkir rétt til þá yfirgaf Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og fór til fylgis við Viðreisn. Nú er dómsmálaráðherra úr Viðreisn og getur lokið því verki sem Þorsteinn Pálsson reyndi að ljúka fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist það verk í rúman aldarfjórðung, sem nú er talið innan flokksins teljast til mannréttinda, þ.e. að vera ekki að ráðskast með það í hvaða félagi fólk er. Hvernig má það vera? Er fólkið verkefnafælið? Er til önnur skýring, þegar það hefur haft rúman aldarfjórðung til verksins? Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver viðreisn verði í mannréttindunum, eða hvort mannréttindabrotin verði látin viðgangast. Svo getur verið að verkfælnin sé landlæg á Alþingi eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf þingið, eða drottnunaráráttan? Ritari veit ekkert um það, en vonar það besta. Orðin þreyttur á þessum vistarböndum stjórnvalda. Ef félagafrelsið væri afnumið mætti einnig afnema úrskurðarnefnd lögmanna, þar sem tilteknir lögmenn hafa lögsögu yfir félögum sínum og eiga að úrskurða í málum sem snúa að félögum þeirra. Ritari hefur aldrei skilið að nokkur fáist til að sitja í slíkri nefnd og fjalla um félaga sína, en stjórnlyndið ríður ekki við einteyming. Svo má efast um hæfi. Ekki er til úrskurðarnefnd smiða. Einnig mætti afnema tilgangslaust ákvæði um að skila áritun löggilts endurskoðanda um vörslureikninga. Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Seint á síðustu öld lagði Þorsteinn Pálsson fram frumvarp til laga um lögmenn. Frumvarpið átti að m.a. að afnema ævafornan misskilning stjórnvalda. Þessi misskilningur byggir á því að það sé hlutverk stjórnvalda að ákveða í hvaða félagi hver og einn er. Hvers vegna ætti stjórnvöldum að koma við í hvaða félagi hver og einn er, nema í þeim örfáu undantekningum að það leiði af eðli máls eins og á við t.d. um húsfélög? Þorsteinn hafi ekki erindi sem erfiði. Nútiminn var ekki kominn hjá einhverjum þingmanna, en líklega voru flestir þeirra karlar á þessum tíma. Þeir voru enn haldnir þeim ævaforna misskilningi að telja sig vita betur, þó telja verði það ólíklegt. Sama virðist enn eiga við. Nútiminn virðist ekki hafa komið við hjá þeim dómsmálaráðherrum sem hafa komið á eftir Þorsteini Pálssyni. Ekki veit ritari hvort nútíminn sé mættur hjá núverandi ráðherra, en telur rétt að gera ráð fyrir að svo sé. Þorsteinn Pálsson var á þessum tíma, þ.e. þegar hann lagði fram frumvarpið, dómsmálaráðherra og var einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í þáverandi ríkisstjórn. Frá því að Þorsteinn Pálsson lauk störfum sem dómsmálaráðherra hafa verið tólf dómsmálaráðherrar, fyrir utan núverandi, og tíu þeirra verið úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað mikið um frelsi og gera það enn, samanber tilvitnun hér á eftir. Þrátt fyrir það tókst Þorsteini Pálssyni ekki að afnema helsi lögmanna og veita þeim frelsi. Virðist ekki hafa fengið stuðning til þess. Frelsið virðist vera meira í orði en á borði, a.m.k. hefur engin ráðherra á eftir Þorsteini Pálssyni sýnt í verki að frelsið skipti einhverju máli. Engin þeirra hefur a.m.k. reynt að afnema félagahelsi lögmanna, sama hvar í flokki þeir voru eða hvort þeir voru í flokki. Drottnunaráráttan virðist ná að kveða frelsishugsjónina í kútinn hjá öllum ráðherrunum, fyrir utan Þorstein Pálsson að sjálfsögðu. Það merkilega er að nú hafa þrír af fyrrum dómamálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins lagt fram frumvarp, ásamt einhverjum öðrum þingmönnum um félagafrelsi. Í frumvarpinu segir m.a.: „Rétturinn til að ganga í, stofna eða standa utan félaga er grundvallarréttur í hverju opnu lýðræðissamfélagi. Af þeim sökum er að finna í stjórnarskránni ákvæði um félagafrelsi og í alþjóðasáttmálum er einnig lögð sérstök áhersla á vernd þessara réttinda.“ Þetta er svipað og sagði í frumvarpi Þorsteins Pálssonar fyrir um aldarfjórðungi. Þetta er einnig svipað og ritari benti ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á. Nú eru fyrrum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu og þá er eins og frelsisþráin vakni, en leggist í dvala þess á milli. Ritari benti bæði Jóni Gunnarssyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þegar þau voru dómsmálaráðherrar, á þau ólög að kveða á um félagahelsi lögmanna í lögum, þegar það væri grundvallarréttur að standa utan félaga. Þá virtist félagafrelsið ekki vera sá grundvallarréttur sem þau tala nú um, jafnvel þó að slíkt væri í andstöðu við stjórnarskrá þá eins og nú. Ekki virðist hafa verið upp lokið fyrir nútímanum þó hann hafi knúið dyra og það a.m.k. tvisvar. Nú virðast þær dyr vera galopnar og það virðist vera mikilvægt að hleypa nútimanum inn. Einhvern veginn virðist drottnunaráráttan hafa verið yfirsterkari frelsisþránni þegar þau voru við stjórnvölinn vegna þess að þeim báðum virðist hafa þótt eðlilegt að stjórnvöld ákvæðu í hvaða félagi ritari væri, þó það væri gegn vilja hans og grundvallarrétti hans. Forræðishyggjan virðist oft vera nokkuð mikil þegar fólk er við stjórn, þó í orði sé hún oft fordæmd af sama fólki. Svo getur verið um verkfælni að ræða. Einnig getur verið að stjórnvöld telji forræðishyggjuna eðlilega. Predikarinn fjallaði um forræðishyggjuna og sagði m.a.: „……þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu.“ Verður ekki að telja að þetta eigi við enn í dag, einhverjum þúsundum árum seinna? Það er þessi óbilandi trú valdhafa að þeir séu að drottna yfir öðrum þeim til gæfu sem telja má stórhættulega, þar sem í raun eru þeir oft að drottna til ógæfu. Hlutverk þeirra er að þjóna, en þeir hafa líklega lítinn áhuga á því, eins og kom fram fyrir um tvö þúsund árum, samanber eftirfarandi: „Þið vitið að þeir sem teljast ráða fyrir þjóðum drottna yfir þeim og höfðingjar þeirra láta menn kenna á valdi sínu. En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar……“ Höfðingjarnir létu ritara kenna á valdi sínu og skylduðu hann til að vera í félagi með mönnum sem hann hefur engan áhuga á að vera í félagi með, svo lítið hefur breyst á tvö þúsund árum. Þetta gerðu höfðingjarnir þó þeir telji það nú til mannréttinda að standa utan félaga og engan megi skylda til að vera í félagi. Ef ritari þekkir rétt til þá yfirgaf Þorsteinn Pálsson Sjálfstæðisflokkinn og fór til fylgis við Viðreisn. Nú er dómsmálaráðherra úr Viðreisn og getur lokið því verki sem Þorsteinn Pálsson reyndi að ljúka fyrir rúmum aldarfjórðungi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekist það verk í rúman aldarfjórðung, sem nú er talið innan flokksins teljast til mannréttinda, þ.e. að vera ekki að ráðskast með það í hvaða félagi fólk er. Hvernig má það vera? Er fólkið verkefnafælið? Er til önnur skýring, þegar það hefur haft rúman aldarfjórðung til verksins? Það verður fróðlegt að sjá hvort einhver viðreisn verði í mannréttindunum, eða hvort mannréttindabrotin verði látin viðgangast. Svo getur verið að verkfælnin sé landlæg á Alþingi eftir að Þorsteinn Pálsson yfirgaf þingið, eða drottnunaráráttan? Ritari veit ekkert um það, en vonar það besta. Orðin þreyttur á þessum vistarböndum stjórnvalda. Ef félagafrelsið væri afnumið mætti einnig afnema úrskurðarnefnd lögmanna, þar sem tilteknir lögmenn hafa lögsögu yfir félögum sínum og eiga að úrskurða í málum sem snúa að félögum þeirra. Ritari hefur aldrei skilið að nokkur fáist til að sitja í slíkri nefnd og fjalla um félaga sína, en stjórnlyndið ríður ekki við einteyming. Svo má efast um hæfi. Ekki er til úrskurðarnefnd smiða. Einnig mætti afnema tilgangslaust ákvæði um að skila áritun löggilts endurskoðanda um vörslureikninga. Höfundur er lögmaður og viðskiptafræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun