Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 25. febrúar 2025 09:46 Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun