Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 25. febrúar 2025 09:46 Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að fráfarandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, hafi þegið hátt í tíu milljónir króna í biðlaun eftir að hann lét af embætti á sama tíma og hann hefur fengið greidd laun frá Alþingi. Þessi greiðsla kemur beint úr sjóðum VR, sem eru fjármagnaðir af félagsgjöldum félagsfólks sem treystir á félagið til að verja þeirra réttindi. En hin stóra spurning er: Hvar var stjórn VR þegar þessi ákvörðun var tekin? Af hverju var hún ekki gagnrýnd eða stöðvuð fyrr? Samkvæmt fréttum var málið fyrst rætt á stjórnarfundi eftir að greiðslan hafði þegar verið innt af hendi. Það þýðir að núverandi forysta félagsins, þar með talið starfandi formaður VR, annaðhvort samþykkti þessa ráðstöfun eða gerði ekkert til að koma í veg fyrir hana. Félagsfólk eiga heimtingu á að vita hvernig svona ákvarðanir eru teknar og hvers vegna enginn greip inn í fyrr. Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að VR hefur sjálft gefið atvinnurekendum ráðleggingar um að stöðva biðlaunagreiðslur til starfsmanna sem hefja störf á nýjum stað. Kjaramálasvið VR ráðleggur atvinnurekendum að stöðva greiðslur þegar starfsmaður hefur tekið nýtt starf, jafnvel þó að hann sé enn á uppsagnarfresti hjá fyrri atvinnurekanda. Hvernig getur sama stéttarfélag litið svo á að reglur sem það ráðleggur atvinnurekendum að fylgja eigi ekki við um eigin stjórnendur? Þegar félagsfólk greiðir í VR eiga þeir rétt á að peningarnir þeirra séu notaðir af ábyrgð og gegnsæi. Þegar formaður ákveður sjálfur að yfirgefa embætti til að taka annað starf, þá á hann ekki að fá háar biðlaunagreiðslur ofan á ný laun frá Alþingi. Þetta er siðferðislega rangt og sendir hættuleg skilaboð um að stjórnendur VR geti gengið að sjóðum félagsfólks sem sjálfsögðum hlut. Það þarf að draga lærdóm af þessu máli og tryggja að svona komi aldrei aftur upp. Ef ég hlýt kjör sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu gegnsæi og ábyrgari fjármálastjórnun þar sem félagsfólk fær skýrari upplýsingar um það hvernig fé þeirra er nýtt. Félagsfólk á skilið stéttarfélag sem vinnur fyrir þá ekki stjórnendur sem veita sjálfum sér ofurlaun á leiðinni út. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun