Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 09:05 Almar bæjarstjóri er á fundinum en fyrir utan hann er fjöldi ósáttra kennara í Garðabæ. Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara. Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða. Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun. Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við.Vísir/vilhelm Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega. Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Garðabær Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara. Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða. Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun. Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við.Vísir/vilhelm Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega. Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Garðabær Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira