Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 09:05 Almar bæjarstjóri er á fundinum en fyrir utan hann er fjöldi ósáttra kennara í Garðabæ. Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara. Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða. Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun. Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við.Vísir/vilhelm Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega. Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Garðabær Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem sáttasemjari lagði fram síðastliðinn föstudag og vísa til þess of hárrar innborgunar á virðismat og uppsagnarákvæði kennara í samningnum. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur sagt að hún hafi verið fylgjandi tillögu sáttasemjara og viljað samþykkja hana. Ekki hafi verið hljómgrunnur fyrir því hjá fulltrúum annarra sveitarfélaga. Þá hefur verið opnað á þá umræðu að Reykjavík semji einhliða við leik- og grunnskólakennara. Samtakamáttur kennara virðist mikill ef marka má Facebook-færslur í gær þar sem kennarar um allt land greindu frá atvinnuleit sinni en um gjörning var að ræða. Kennarar í Hafnarfirði hafa boðað til útfarar kennarastarfsins á morgun og Garðbæingar minna á jólasveininn Gluggagægi á Garðatorgi í morgun. Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við.Vísir/vilhelm Verkföll standa nú yfir í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Framhaldsskólar eru reknir af ríkinu ólíkt leik- og grunnskólum. Ríkið tók ekki afstöðu til innanhússtillögu sáttasemjara á dögunum sem forsvarsmenn framhaldsskóla hafa gagnrýnt harðlega. Boðað hefur verið til fundar í kennaradeilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Garðabær Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira