Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2025 15:33 Það var ansi gott VÆB hjá samnefndum bræðrum á laugardagskvöldið. Vísir/Hulda Margrét Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Að neðan má sjá úrslit keppninnar. Þar vekur athygli að nokkur munur var á lögunum í þriðja sæti og því fjórða bæði undanúrslitakvöldin. Lögin Róa með VÆB vann fyrri undanúrslitin með nokkrum mun en meiri spenna var seinna undanúrslitakvöldið á milli Þrá með Tinnu og Elds með Júlí og Dísu. Fyrri undanúrslit 8. febrúar - Símakosning almennings 1. Róa - VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%) 2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%) 3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 (21,28%) 4. Ég flýg í storminn - Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%) 5. Norðurljós - BIA: 4.945 atkvæði (11,89%) Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit. Seinni undanúrslit 15. febrúar - Símakosning almennings 1. Þrá - Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%) 2. Eldur - Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%) 3. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%) 4. Flugdrekar - Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%) 5. Rísum upp - Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%) Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Vægi erlendra dómara fimmtíu prósent Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Atkvæði dómnefndar 1. RÓA - VÆB: 74 stig 2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig 3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig 4. Words – Tinna: 53 stig 5. Like You – Ágúst: 45 stig 6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur. Segja má að þrjú lög hafi verið í sérflokki en efstu þrjú lögin voru með 75 prósent atkvæða úr símakosningunni. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Símakosning almennings 1. RÓA - VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) - 93 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) - 85 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) - 74 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) - 39 stig 5. Like You - Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) - 23 stig 6. Words - Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) - 22 stig Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Dómnefnd og símakosning 1. RÓA - VÆB: 167 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 83 stig 5. Words - Tinna: 75 stig 6. Like You - Ágúst: 68 stig Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lagið, sem er eftir þá Matthías Davíð Matthíasson, Hálfdán Helga Matthíasson, Inga Þór Garðarsson og Gunnar Björn Gunnarsson, hafnaði í efsta sæti bæði hjá alþjóðlegri dómnefnd og í símakosningu almennings. Lagið fékk einnig flest símaatkvæði í undanúrslitunum. Söngvakeppnin fór fram á þremur kvöldum. Fyrri tvö laugardagskvöldin kepptu fimm lög hvort kvöld og þrjú komust áfram í gegnum símakosningu almennings. Sex lög kepptu svo til úrslita 22. febrúar en þá hafði alþjóðleg dómnefnd sjö landa helmingsvægi á móti símakosningu almennings. Að neðan má sjá úrslit keppninnar. Þar vekur athygli að nokkur munur var á lögunum í þriðja sæti og því fjórða bæði undanúrslitakvöldin. Lögin Róa með VÆB vann fyrri undanúrslitin með nokkrum mun en meiri spenna var seinna undanúrslitakvöldið á milli Þrá með Tinnu og Elds með Júlí og Dísu. Fyrri undanúrslit 8. febrúar - Símakosning almennings 1. Róa - VÆB: 12.649 atkvæði (30,40%) 2. Eins og þú - Ágúst: 10.069 atkvæði (24,20%) 3. Frelsið mitt - Stebbi JAK: 8.853 (21,28%) 4. Ég flýg í storminn - Birgo: 5.089 atkvæði (12,23%) 5. Norðurljós - BIA: 4.945 atkvæði (11,89%) Lögin RÓA, Eins og þú og Frelsið mitt komust þá áfram í úrslit. Seinni undanúrslit 15. febrúar - Símakosning almennings 1. Þrá - Tinna: 9.846 atkvæði (23,30%) 2. Eldur - Júlí og Dísa: 9.469 atkvæði (22,41%) 3. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 9.323 atkvæði (22,06%) 4. Flugdrekar - Dagur Sig: 7.400 atkvæði (17,51%) 5. Rísum upp - Bára Katrín: 6.218 atkvæði (14,72%) Lögin Þrá, Eldur og Aðeins lengur komust þá áfram í úrslit. Vægi erlendra dómara fimmtíu prósent Á úrslitakvöldinu hafði alþjóðleg dómnefnd, skipuð fulltrúum sjö landa, helmingsvægi á við atkvæði almennings. Hvert land gaf lögunum 5, 6, 7, 8, 10 og 12 stig. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Atkvæði dómnefndar 1. RÓA - VÆB: 74 stig 2. Fire - Júlí og Dísa: 63 stig 3. Set Me Free – Stebbi JAK – 57 stig 4. Words – Tinna: 53 stig 5. Like You – Ágúst: 45 stig 6. Aðeins lengur – Bjarni Arason: 44 stig Símatkvæði almennings á úrslitakvöldinu voru samtals 131.956 og voru þau atkvæði reiknuð í stigafjölda út frá heildarstigafjölda dómnefndar. Almenningur gat kosið með því að hringja eða senda sms í númer viðkomandi lags og í gegnum appið RÚV Stjörnur. Segja má að þrjú lög hafi verið í sérflokki en efstu þrjú lögin voru með 75 prósent atkvæða úr símakosningunni. Úrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Símakosning almennings 1. RÓA - VÆB: 36.535 atkvæði (27,7%) - 93 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 33.202 atkvæði (25,2%) - 85 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 29.010 atkvæði (22,0%) - 74 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 15.266 atkvæði (11,6%) - 39 stig 5. Like You - Ágúst: 9.104 atkvæði (6,9%) - 23 stig 6. Words - Tinna: 8.839 atkvæði (6,7%) - 22 stig Þegar atkvæði dómnefndar og almennings voru lögð saman lágu úrslitin fyrir. Lokaúrslit Söngvakeppninnar 22. febrúar - Dómnefnd og símakosning 1. RÓA - VÆB: 167 stig 2. Set Me Free - Stebbi JAK: 142 stig 3. Fire - Júlí og Dísa: 137 stig 4. Aðeins lengur - Bjarni Arason: 83 stig 5. Words - Tinna: 75 stig 6. Like You - Ágúst: 68 stig Lagið RÓA, í flutningi VÆB, verður því framlag Íslands í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira