Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 10:00 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Í dreifðari byggðum, þar sem samfélög eru minni og nánari, verður þessi auðlind enn mikilvægari. Hver einstaklingur skiptir enn meira máli og fer með mörg hlutverk, ekki aðeins sem starfsmaður heldur einnig sem virkur þátttakandi í félagslífi, íþróttastarfi og öðrum samfélagsverkefnum. Þegar fólk ákveður að flytja burt vegna óánægju í starfi eða vegna þess hvernig komið er fram við það, tapar samfélagið miklu meira en bara starfskrafti. Samfélagið missir hluta af sjálfu sér. Því það er fólkið sem mótar samfélagið og er hjarta og sál þess. Hið ósýnilega tap Í dreifðari byggðum gegna íbúar oft fjölmörgum hlutverkum sem gera samfélagið sterkara og líflegra. Einstaklingurinn sem starfar í leikskólanum er jafnframt þjálfari í fótbolta, sjálfboðaliði í björgunarsveitinni eða stjórnarmaður í kvenfélaginu. Þegar slíkur einstaklingur ákveður að flytja burt tapar samfélagið ekki aðeins hæfum starfskrafti heldur einnig öllum þeim félagsauði og framtaki sem viðkomandi hafði yfir að ráða. Þessi áhrif eru margföld. Í dreifbýli þar sem hver einstaklingur skiptir miklu máli getur minna framboð af sjálfboðaliðum og virkum þátttakendum dregið úr fjölbreytni í félagslífi og haft áhrif á lífsgæði allra íbúa. Keðjuverkun Óánægja í starfi er einn helsti áhrifaþátturinn þegar fólk ákveður að flytja burt úr sveitarfélagi. Ef starfsfólki finnst ekki komið fram við sig af virðingu eða það njóti ekki stuðnings frá vinnuveitendum eða sveitarfélaginu, eykst hættan á að það leiti betri tækifæra annars staðar. Þegar einstaklingur tekur þá ákvörðun að skipta um búsetu vegna slæmrar upplifunar á vinnustað getur það haft keðjuverkandi áhrif. Fjölskyldur fylgja oft á eftir, vinir endurmeta stöðu sína og jafnvel atvinnurekendur standa frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja starfsemi sína. Smátt og smátt veikist samfélagið, ekki aðeins vegna skorts á starfskröftum heldur líka vegna minnkandi félagslegrar þátttöku. Þekkingarleki – ósýnilegi kostnaðurinn Þegar einstaklingur flytur burt tekur hann með sér verðmæta þekkingu og reynslu sem hefur verið byggð upp í gegnum störf, sjálfboðaliðastarf og félagslíf. Þessi þekkingarleki er ósýnilegur kostnaður sem sveitarfélög finna fyrir en geta oft ekki mælt beint. Hversu mikils virði er grunnskólakennari með 15 ára reynslu sem einnig þjálfar þrjú íþróttalið? Hverju tapar samfélagið þegar fyrirtæki missir reyndan starfsmann sem var jafnframt virkur í félagasamtökum og stuðlaði að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins? Samfélagið tapar alltaf miklu meira en það heldur. Sködduð ímynd sveitarfélaga Sveitarfélög geta eytt miklu fjármagni í auglýsingaherferðir til að laða að nýtt fólk, hvort sem það er til að manna stöður eða fá fjölskyldur til að setjast að. Glæsilegar myndir af náttúrunni, loforð um gott samfélag og spennandi tækifæri geta skapað jákvæða mynd út á við. En ef orðspor sveitarfélagsins hvað varðar mannauðsmál er ábótavant, þá verða þessar auglýsingar lítils virði. Það skaðar ímynd sveitarfélaga mest þegar neikvæðar fréttir um slæma mannauðsstefnu berast. Þegar sögur um óánægju starfsmanna, lélega stjórnun eða vanvirðingu í garð starfsfólks komast í hámæli, skapar það varanlegan skaða. Sveitarfélög þurfa að horfa á mannauðsmál sem lykilþátt í samfélagsuppbyggingu. Það dugar ekki að tryggja aðeins góða grunnþjónustu, það er ekki síður mikilvægt að hlúa að fólkinu sem sinnir henni. Rekstur sveitarfélaga eru nefnilega ekki eingöngu tölur í excel skjali. Sterk mannauðsstefna felur í sér virðingu fyrir starfsmönnum, hlustun á þeirra þarfir og raunverulega viðurkenningu á mikilvægi þeirra í samfélaginu. Þegar fólk finnur að því er treyst og að það skiptir máli, vex það í starfi og eflist sem þátttakandi í samfélaginu. Sveitarfélög sem setja mannauð í forgang byggja upp sterkari samfélög. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra Skagafirði.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun