„Við vorum yfirspenntar“ Hinrik Wöhler skrifar 23. febrúar 2025 18:30 Hafdís Renötudóttir varði 18 skot í marki Vals í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum. Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira