Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar 23. febrúar 2025 18:01 Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar