Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2025 13:04 Ingveldur Líf (til hægri) og Luna við upptökur á laginu þeirra, sem þær munu flytja á stóra sviðinu í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðsend Tíu ára stelpa frá Vík í Mýrdal tekur þátt í úrslitakeppni barna í Eurovision, sem fer fram í Danmörku í kvöld í beinni útsendingu í Danska ríkissjónvarpinu. Stelpan ásamt danskri vinkonu sinni sömdu bæði lag og texta lagsins, sem þær flytja í átta manna úrslitum keppninnar en alls tóku um 750 börn þátt í undankeppninni. Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingveldi Líf Þorbergsdóttur frá Vík í Mýrdal og vinkonu hennar hana Lunu, sem er dönsk, sem taka þátt í söngvakeppninni í kvöld í beinni útsendingu hjá Danska sjónvarpinu. Ingveldur Líf og fjölskylda hennar hafa búið í Danmörku síðustu ár en fjölskylda hennar er meðal annars frá Vík og eru afi og amma hennar að sjálfsögðu mætt í Danmörku til að fylgjast með barnabarninu á stóra sviðinu í keppni kvöldsins en afinn er Sigurgeir Már Jensson læknir í Vík og amman er Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Vík. Föðurfjölskylda Ingveldar, sem er frá Vík í Mýrdal.Aðsend Svanlaug Árnadóttir, mamma Ingveldar segir mikla spennu fyrir kvöldinu en búið er að selja um 10 þúsund miða á keppnina, sem fer fram í stórri íþróttahöll í Henning. En hvað getur hún sagt okkur um, Ingveldi Líf 10 ára, hvernig stelpa er hún? „Hún hefur alveg síðan hún var lítil verið syngjandi og dansandi og alltaf svona opin og óhrædd að taka þátt í einhverju svona og koma fram. Svo hefur hún tekið þátt í allskonar leiksýningum, sem hafa verið í Óðinsvéum,” segir Svanlaug. Stelpurnar þegar þær voru í loka áheyrnarprufunum hjá DR í Danmörku. Ingveldur er sú til hægri.Aðsend Svanlaug segir að hún og pabbi hennar, Þorbergur Atli séu mjög stolt af stelpunni sinni og hlakki mikið til að sjá hana á sviðinu í kvöld en þau eiga önnur fjögur börn. „Jú, við erum alveg ofsalega stolt og þetta er svo spennandi og skemmtilegt að sjá hana blómstra í þessu og við getum ekki beðið eftir að sjá hana í kvöld, það verður bara þvílík upplifun.” Öll lögin í kvöld eru frumsamin af krökkunum, bæði lag og texti. „Lagið þeirra heitir „Ud med regler”, sem þýðir út með reglur og þetta er svolítið eins og lagið um allt sem má ekki, þetta íslenska lag,” segir Svanlaug og bæti við í lokin. „Ég bara vona að sem flestir fylgist með því þetta verður rosalega gaman og senda okkur góða strauma, höldum með okkar stelpu.” Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu klukkan átta í kvöld á íslenskum tíma í Danska ríkissjónvarpinu DK fyrir þá sem hafa aðgang á þeirri stöð. Íslenska fjölskyldan, sem býr í Danmörku með börnunum sínum fimm. Hér eru foreldrarnir,Svanlaug Árnadóttir, Þorbergur Atli Sigurgeirsson og börnin Brynjólfur Már og Skarphéðinn Árni. Í neðri röðinni frá vinstri eru þau Ásgerður Margrét, Theódór Helgi og Ingveldur Líf.Aðsend
Mýrdalshreppur Danmörk Eurovision Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent