Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 11:31 Martha Hermannsdóttir upplifði drauminn undir lok ferilsins sem var að vinna Íslands- og bikarmeistaratitil með KA/Þór. Vísir/Daníel Þór Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni. KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri) Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira
KA/Þór mætir Víkingum í dag en Akureyrarliðið er búið að tryggja sig upp í Olís deildina þótt að enn séu þrjár umferðir eftir. Liðið hefur ekki tapað leik og er með þrettán sigra í fimmtán leikjum. HSÍ er ekkert að bíða með að afhenta KA/Þór stelpunum bikarinn því þær eiga annan heimaleik eftir. Bikarinn fer á loft í dag. Það verður vissulega fagnað þegar bikarinn fer á loft en örugglega líka þegar Martha Hermannsdóttir verður tekin inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Hún er sú fyrsta í sögu KA/Þórs að vera tekin þar inn. KA hefur tekið karla inn í höllina en nú verður Martha fyrsta konan. Í höllinni eru meðal annars þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Patrekur Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason, Jóhannes Gunnar Bjarnason og Sverre Andreas Jakobsson. Stærsta stund hennar Mörthu er án efa árið 2021 þegar hún varð Íslandsmeistari með KA/Þór, tók við bikarnum sem fyrirliði liðsins og var síðan valin valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Martha var frábær þennan betur þar sem KA/Þór vann alla titlana í boði þar á meðal bikarinn sem var spilaður um haustið vegna kórónuveirunnar. Martha var þarna orðin 38 ára gömul en leiddi ungt lið til frábærs árangurs. Hún spilaði eitt ár í viðbót og tók þá þátt í Evrópukeppni með KA/Þór í fyrsta sinn. Forráðamenn og leikmenn KA/Þórs vonast eftir góðri mætingu í KA-Heimilið en leikurinn hefst klukkan 15.00. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Akureyrar (@kaakureyri)
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Sjá meira