Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir og Þórarinn Guðjónsson skrifa 21. febrúar 2025 08:29 Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í mars verður nýr rektor Háskóla Íslands kjörinn af starfsfólki og nemendum skólans og ljóst er að við kjósendur í þessum kosningum erum mjög heppin með þá góðu kosti sem í boði eru. Við undirrituð teljum þó að Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, sé vegna þekkingar sinnar og reynslu fremstur meðal jafningja. Á farsælum starfstíma við Háskóla Íslands hefur Magnús Karl verið öflugur kennari, leiðbeinandi, vísindamaður og stjórnandi, meðal annars sem forseti Læknadeildar. Samhliða þeim störfum hefur hann einnig verið talsmaður háskólans út á við, til dæmis um fjármögnun til háskólasamfélagsins og rannsókna. Hann hefur tekið virkan þátt í samfélagslegri umræðu undanfarna tvo áratugi um aukið vægi og hlutverk háskóla og rannsókna hér á landi, og barist ötullega fyrir eflingu samkeppnissjóða. Einn af helstu hornsteinum hágæða háskóla er framúrskarandi menntun. Vandaðir kennsluhættir eru Magnúsi Karli hugleiknir en hann en hefur endurtekið hlotið viðurkenningu nemenda sinna fyrir kennsluframlag sitt. Sem rektor vill hann beita sér fyrir því að auka enn frekar gæði kennslu við Háskóla Íslands með því að efla vandaða kennsluhætti, auka fjölbreytni í kennslu, umbuna fyrir fyrirmyndar kennsluframlag, líkt og þegar er gert fyrir rannsóknavirkni, og auka sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Þetta er hluti af mikilvægri umræðu innan háskólans, sérstaklega fyrir nemendur og þau sem sinna akademísku starfi. Háskólasamfélagið sjálft er annar mikilvægur hornsteinn góðs háskóla en það nærist á samtali og samvinnu nemenda og starfsfólks. Háskólinn verður því að geta boðið upp á góðan vettvang fyrir samveru og samskipti. Við vitum að verði Magnús Karl kjörinn rektor, mun hann leggja aukna áherslu á háskólann sem samverustað þar sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk eiga fjölbreytta möguleika á að hittast og ræða saman. Ekkert getur komið í stað virks samtals nemenda og kennara sem auk þess stuðlar að meiri samvinnu nemenda utan hefðbundinna kennslustunda. Nú, þegar blikur eru á lofti vegna síaukins álags og streitu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, þarf að gæta sérstaklega að velferð og vellíðan innan háskólasamfélagsins. Við treystum engum betur en Magnúsi Karli til þess að leiða slíkt umbótastarf í þágu okkar allra. Verði Magnús Karl kjörinn rektor Háskóla Íslands má ganga að því sem gefnu að hann miðli því skýrt til almennings og stjórnvalda hvernig Háskólinn getur best gegnt hlutverki sínu á sviði kennslu og rannsókna og hvernig stuðla megi að enn öflugra háskólasamfélagi. Við treystum honum því til að berjast fyrir aukinni fjármögnun til háskólastigsins og að auka sýnileika skólans í íslensku samfélagi og alþjóðlega. Við höfum þekkt og starfað með Magnúsi Karli um árabil og vitum hversu mikinn hag hann ber fyrir framtíð Háskóla Íslands og þekkjum vel hvaða mannkosti hann hefur. Hann er heiðarlegur, réttsýnn og öflugur leiðtogi sem hefur það frumkvæði sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í nýja tíma. Við styðjum því Magnús Karl í komandi rektorskjöri og hvetjum allt starfsfólk og nemendur háskólans okkar til þess að gera hið sama. Arna Hauksdóttir, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, HÍ Þórarinn Guðjónsson, prófessor, deildarforseti Læknadeildar HÍ
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun