Kennarar samþykkja innanhússtillögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 16:13 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ásamt Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambandsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið síðdegis í dag. Kennarar hafa þegar samþykkt tillöguna en hið opinbera hefur frest til 22 í kvöld til að svara kalli sáttasemjara. Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ástráðar Haraldssonar ríkissáttasemjara sem ræddi við fjölmiðla í húsakynnum embættisins á fimmta tímanum. Hann hafði þá augnablikum áður lagt fram tillögu sína. Ástráður segir í samtali við fréttastofu að tillagan nái til allra þeirra kjarasamninga sem séu undir í deilunni, þ.e. allra skólastiga og hvort sem eru samningar við sveitastjórnir eða ríkið. Hann hafi fengið samþykki deiluaðila að leggja fram tillögu sem hann hafi gert klukkan fjögur síðdegis. „Ef aðilarnir fallast á tillöguna þá aflýsast allar boðaðar vinnustöðvanir,“ segir Ástráður. Hún byggi í öllum meginatriðum á sömu hugmyndum og fyrri tillögur, sé framhald af þeim, og á þeim atriðum sem aðilar hafi orðið sammála um. Það sem skilji deiluaðila séu tillögur sáttasemjara. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi þegar samþykkt tillöguna. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að stjórn sambandsins hittist á fundi klukkan átta í kvöld. Þar muni samninganefndin kynna miðlunartillöguna fyrir stjórninni. Ríkissáttasemjara verði svarað um leið og þeim fundi lýkur og fyrir tilskilin frest klukkan 22 í kvöld. Einar Mar Þórðarson hjá samninganefnd ríkisins vildi ekki tjá sig um tillöguna að svo stöddu. Leik- og grunnskólar eru reknir af sveitarfélögunum en framhaldsskólarnir heyra undir ríkið. Samninganefndir kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fundað bæði í gær og í dag í deilunni. Verkföll eru fyrirhuguð í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla á morgun. Þá hafa verkföll leikskólakennara verið samþykkt í öllum leikskólum Kópavogs sem hefjast þann 3. mars. Verkföll á leikskólum Hafnarfjarðar og Fjarðabyggðar hefjast 17. og 24. mars að óbreyttu. Þá hefur félagsfólk FL, sem starfar í Leikskóla Snæfellsbæjar, verið í verkfalli síðan 1. febrúar síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira