Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 16:09 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur bjuggu yfir en létu bankanum ekki í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Óvenjuleg staða Í dómi Landsréttar segir að í málinu væri uppi sú sérstaka staða að seljandi söluhlutar reisti málatilbúnað sinn á því að kaupandi hefði búið yfir upplýsingum um söluhlutinn sem seljandinn hefði ekki haft vitneskju um og nýtt sér það í viðskiptum þeirra. Landsbankinn hafi í þessum efnum einkum byggt á því að hann hefði vegna ákvörðunar Saltpay ekki búið yfir viðhlítandi upplýsingum um rekstur Borgunar og að gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila við kaupin um gagnaöflun ætti rót sína að rekja til þessarar stöðu hans. Landsréttur teldi hins vegar að yfirlýsingin hefði ekki sem slík skapað Landsbanka sérstaka stöðu með tilliti til upplýsingaskyldu umfram það sem leiða mætti af almennum reglum. Þá hafi hann jafnframt talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn BPS og Eignarhaldsfélagsins Borgunar að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar í söluhagnaðnum, og að þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni, og fallist sömuleiðis á forsendur héraðsdóms um að ekki væru efni til að gera greinarmun á Teya og Hauki annars vegar og BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun hins vegar að þessu leyti. Landsbankinn þarf að bera hallann Landsréttur hafi jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt þar um og að ekkert benti til þess að ómögulegt hefði verið fyrir hann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um með slíkri könnun. Að framangreindu og öðru virtu hafi rétturinn talið að þrátt fyrir að stefndu hefðu ekki upplýst Landsbankann sérstaklega um aðild Borgunar að Visa og þann annmarka sem var á ársreikningi Borgunar væru ekki efni til að fella bótaskyldu á þá á þeim grunni sem Landsbankinn bar fyrir sig í málinu og að hann yrði sjálfur að bera hallann af því hvernig til tókst. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 15. Dóminn má lesa hér. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur bjuggu yfir en létu bankanum ekki í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Óvenjuleg staða Í dómi Landsréttar segir að í málinu væri uppi sú sérstaka staða að seljandi söluhlutar reisti málatilbúnað sinn á því að kaupandi hefði búið yfir upplýsingum um söluhlutinn sem seljandinn hefði ekki haft vitneskju um og nýtt sér það í viðskiptum þeirra. Landsbankinn hafi í þessum efnum einkum byggt á því að hann hefði vegna ákvörðunar Saltpay ekki búið yfir viðhlítandi upplýsingum um rekstur Borgunar og að gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila við kaupin um gagnaöflun ætti rót sína að rekja til þessarar stöðu hans. Landsréttur teldi hins vegar að yfirlýsingin hefði ekki sem slík skapað Landsbanka sérstaka stöðu með tilliti til upplýsingaskyldu umfram það sem leiða mætti af almennum reglum. Þá hafi hann jafnframt talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn BPS og Eignarhaldsfélagsins Borgunar að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar í söluhagnaðnum, og að þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni, og fallist sömuleiðis á forsendur héraðsdóms um að ekki væru efni til að gera greinarmun á Teya og Hauki annars vegar og BPS og Eignarhaldsfélaginu Borgun hins vegar að þessu leyti. Landsbankinn þarf að bera hallann Landsréttur hafi jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt þar um og að ekkert benti til þess að ómögulegt hefði verið fyrir hann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um með slíkri könnun. Að framangreindu og öðru virtu hafi rétturinn talið að þrátt fyrir að stefndu hefðu ekki upplýst Landsbankann sérstaklega um aðild Borgunar að Visa og þann annmarka sem var á ársreikningi Borgunar væru ekki efni til að fella bótaskyldu á þá á þeim grunni sem Landsbankinn bar fyrir sig í málinu og að hann yrði sjálfur að bera hallann af því hvernig til tókst. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Sjá meira
Landsbankinn höfðar mál vegna sölunnar á Borgun Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að höfða mál fyrir dómstólum vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. 12. ágúst 2016 13:52
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent