Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Fyrirliðinn Ioannidis knúsar Azzedine Ounahi, lánsmann frá Marseille. Báðir munu að líkindum byrja leik kvöldsins. Giorgos Arapekos/NurPhoto via Getty Images Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira