Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Fyrirliðinn Ioannidis knúsar Azzedine Ounahi, lánsmann frá Marseille. Báðir munu að líkindum byrja leik kvöldsins. Giorgos Arapekos/NurPhoto via Getty Images Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira