Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 17:30 Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við vitum að góð þjónusta skiptir sköpum, á sama hátt og fátt er meira ergjandi en slæm þjónusta. Það er því sérstakleglega ánægjulegt að sjá að Garðbæingar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið sitt og þá þjónustu sem við veitum. Þetta kemur skýrt fram í þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2024. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Við stöndum vel að vígi í þessum samanburði. Við leggjum áherslu á að mæta væntingum íbúa um þjónustu í ört stækkandi bæjarfélagi. Það skiptir nefnilega máli að geta haft samband við sveitarfélagið og fengið skjót svör, að sorphirða gangi hnökralaust fyrir sig og að leik- og grunnskólar uppfylli væntingar íbúa. Litlu hlutirnir og stóru – þeir skipta máli. Skólarnir okkar: Öflug leik- og grunnskólaþjónusta Garðabær er meðal hæstu sveitarfélaga í ánægju með leikskólaþjónustu og bætir sig á milli ára. Þetta sýnir að umfangsmiklar breytingar á leikskólaumhverfinu síðastliðinn vetur hafa skilað sér vel og að Garðabæjarleiðin er að virka. Mikil ánægja með leikskóla helgast líka af því að í Garðabæ komast börn fyrr inn í leikskóla en víðast hvar annars staðar. Garðabær skorar hæst í ánægju með grunnskólaþjónustu meðal stærstu sveitarfélaganna. Þetta gefur til kynna að við höfum náð að viðhalda fagmennsku í síbreytilegu skólaumhverfi ásamt því að bæta skólahúsnæði markvisst. Það ætti því ekki að koma á óvart að Garðbæingar eru einnig almennt ánægðir með þjónustu við barnafjölskyldur og við stöndum þar fremst meðal stærstu sveitarfélaganna. Umhverfið, náttúran og sorphirða Menningarmálin eru í góðum og blómlegum farvegi. Garðbæingar eru ánægðir með umhverfi sitt, og skyldi engan undra. Hér er stutt í alla áttir í náttúruna og auðvelt að komast hjólandi, gangandi og keyrandi leiðar sinnar. Þeir eru ánægðastir með skipulagsmálin af stærstu sveitarfélögunum. Garðbæingar eru ánægðir með sorphirðuna, en við sjáum tækifæri til að bæta hana enn frekar. Tækifærin til úrbóta Það er mikilvægt að bregðast vel við þegar okkur er bent á hluti sem betur mættu fara. Við tökum ábendingum um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu alvarlega og höfum verið í mikilli vinnu við að rýna þjónustuna nánar og móta aðgerðir til að bæta úr. Það er okkur líka kappsmál að bæta þjónustu við eldri borgara . Á heildina litið er þó ánægjuefni að notendur þjónustunnar eru ánægðari en þeir sem ekki hafa nýtt sér þjónustuna. Það segir okkur að við erum að gera vel á borði, en ekki bara í orði. Verkefninu lýkur aldrei Góð þjónusta er samvinnuverkefni allra sem koma að. Starfsfólk Garðabæjar á heiður skilinn fyrir sína framgöngu, Íbúar bæjarins kunna vel að meta þeirra daglegu störf sem er afar gleðilegt. Ánægja íbúa endurspeglar líka jákvæð viðbrögð við stefnu og áherslum sveitarfélagsins. Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu og við ætlum að halda áfram að þróa hana í takt við þarfir bæjarbúa. Við stoppum ekki hér, heldur stefnum á stöðugar umbætur. Það er okkur hvatning að íbúar Garðabæjar séu þeir ánægðustu með þjónustu síns sveitarfélags. Við ætlum okkur að standa undir því trausti áfram og erum meðvituð um að það gerist ekki af sjálfu sér. Við verðum áfram til þjónustu reiðubúin. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar