Lífið

Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil spenna ríkir fyrir sýningunni.
Mikil spenna ríkir fyrir sýningunni.

Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016.

„Þetta er saga þar sem ástin og ferillinn takast á. Og baráttan milli drauma og raunveruleikans,“ segja félagarnir sem voru til viðtals ásamt nemendum Verzló í Íslandi í dag.

„Þetta er stærsti söngleikurinn á landinu og það er staðfest. Við erum með fjörutíu manns á sviðinu og síðan fimmtán manns upp á efra sviðinu og það er ekkert leikhús á Íslandi, kannski ekki í Evrópu sem hefur efni á því að vera með svona marga á sviðinu,“ segja leikstjórarnir en nemendur Verzló leika ekki aðeins  hlutverkin heldur spila líka tónlistina.

Hér að neðan má sjá þegar Sindri Sindrason skellti sér á æfingu hjá þessum flottu krökkum.

s





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.