Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2025 15:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er nú á fundarferð um landið og var hætt komin þegar hún var stödd á þorrablóti þar sem upp kom matareitrun. En hún virðist hafa sloppið steinsmuguna sem alla jafna fylgir slíkum veikindum. vísir/vilhelm Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu. Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi. Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi.
Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29