Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun