Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 18. febrúar 2025 10:31 Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun