Arnór sendi öllum í Blackburn kveðju: Vildi ekki enda þetta svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 07:31 Arnór Sigurðsson í síðasta leiknum sem hann skoraði fyrir Blackburn Rovers sem var á móti Oxford United í ágúst. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson er að leita sér að nýju félagi en vildi senda öllum í kringum Blackburn Rovers kveðju eftir fréttir gærdagsis. Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fleiri fréttir Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson)
Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Fleiri fréttir Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Sjá meira
Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55