Arnór sendi öllum í Blackburn kveðju: Vildi ekki enda þetta svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 07:31 Arnór Sigurðsson í síðasta leiknum sem hann skoraði fyrir Blackburn Rovers sem var á móti Oxford United í ágúst. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson er að leita sér að nýju félagi en vildi senda öllum í kringum Blackburn Rovers kveðju eftir fréttir gærdagsis. Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson) Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn er laus úr prísund sinni hjá B-deildarliðinu Blackburn Rovers eftir að hann náði í gær samkomulagi um starfslok við félagið. Arnór sendi í framhaldinu leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Blackburn kveðju á samfélagsmiðlum. Arnór hefur glímt við mikil meiðsli og veikindi í vetur og ekki komið mikið við sögu hjá Blackburn. Hann fékk síðan skell á dögunum þegar forráðamenn félagsins tjáðu honum að hann væri ekki í leikmannahópi liðsins í ensku B-deildinni. „Það hefur verið unaður að fá að klæðast Blackburn Rovers treyjunni undanfarin tvö ár. Ég vill þakka öllum leikmönnum og starfsmönnum félagsins fyrir að láta mér liða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi. Þessi hópur er svo sannarlega sérstakur,“ skrifaði Arnór á ensku. „Ég vildi ekki enda þetta svona og ég var farinn að hlakka til að koma til baka og hjálpa liðinu að komast upp um deild. Svona er bara fótboltinn og það er sumt sem þú hefur enga stjórn á sjálfur,“ skrifaði Arnór. „Til ykkar stuðningsmannanna þá vil ég þakka fyrir mig og þakka ykkur fyrir allan þann stuðning sem þið hafi gefið mér í bæði hæðum og lægðum. Minningarnar sem við höfum búið til saman verða hluti af mér til eilífðar. Þið létuð mig líða eins og heima hjá mér hjá þessum klúbbi og ég mun alltaf bera það með mér í hjarta mínu,“ skrifaði Arnór. Arnór lék 41 leik með Blackburn Rovers en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar í þeim. Í ensku b-deildinni var hann með sex mörk og tvær stoðsendingar í 34 leik. Hann skoraði síðasta mark sitt fyrir félagið í 2-1 sigri á Oxford United í ágúst. Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem yfir tíu þúsund manns höfðu líkað við. View this post on Instagram A post shared by Arnór Sigurðsson (@arnor.sigurdsson)
Tengdar fréttir Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Arnór skoraði sigurmark Blackburn Blackburn Rovers vann 2-1 sigur á Oxford United í ensku B-deildinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði sigurmark liðsins. 24. ágúst 2024 16:07
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55