Evrópa þurfi að vígbúast Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 20:54 Mette Frederiksen segir vopnahlé mögulega tálsýn. AP/Aurelien Morissard Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún. Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Vopnahlé gæti verið tálsýn Mette segir mikilvægasta boðskap fundarins vera að Evrópa þurfi að vígbúast. „Við skulum vígbúast í Danmörku og við skulum vígbúast í Evrópu. Og það skulum við gera til að til að forðast frekara stríð og forðast það að Rússland beri stríð á einhverjum tímapunkti til annarra evrópskra landa,“ sagði hún við danska blaðamenn. Hún segir að hugmyndin um vopnahlé kunni að hljóma betur en raun beri vitni. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu Hún ítrekar og tekur undir með öðrum leiðtogum fundarins sem og embættissystur sinni hér á landi að málefni Evrópu skuli ekki vera rædd án aðkomu Evrópu, það eigi við um Úkraínu jafnt og önnur lönd. „Ef semja á um frið í Evrópu á Evrópa að vera í þungamiðju þeirra viðræðna. Ég get engan veginn séð fyrir mér að hægt sé að finna endanlega friðarlausn án þess að Úkraína eigi sæti við borðið, því þetta snýst um Úkraínu, landsvæði Úkraínu, og Úkraína er hluti af Evrópu, ekki Rússlandi né neinu öðru,“ sagði Mette að fundinum loknum. Hún segir það jákvæða þróun að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hafi sagt að Bretar séu tilbúnir að senda brekst herlið til Úkraínu í hlutverki friðargæsluliða að stríðinu loknu. „Við erum opin fyrir því að ræða ýmislegt en ég vil árétta að það er margt sem þarf að afgreiða áður en við komumst á þennan stað. Vegna þess að þá erum við að ræða öryggi okkar eigin manna og kvenna,“ segir hún.
Danmörk NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira