Ekkert annað húsnæði komi til greina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir ekkert annað húsnæði koma til greina. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“ Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Um helgina greindi mbl.is frá neyðarvistun barna á lögreglustöðinni í Flatahrauni. Börnin, sem séu allt niður í þrettán ára gömul, séu látin dúsa í fangaklefa og sofa á þunnum plastdýnum. Að sögn Ásthildar þarf aðstaðan að vera svo búin þar sem engir munir mega vera inni í rýminu sem börnin geti nýtt í að skaða sig eða aðra. „Það sem um er að ræða er að það þarf aðstöðu fyrir börn þegar þau eru í þannig ástandi að þau geta valdið sjálfum sér eða öðrum skaða,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra. Neyðarvistun fyrir ungmennin hafi áður verið á Stuðlum en þeirri álmu var lokað eftir að það kviknaði í húsinu. „Það er ástæðan fyrir þessu en þetta er algjört neyðarúrræði. Það er neyðarástand í þessum málum, það fer ekki á milli mála. Það skiptir líka máli að þetta rými er sem betur fer ekki mikið notað og það er ekkert barn þar lengi,“ segir Ásthildur Lóa. Þá sé alltaf eftirlitsmaður frá Stuðlum á svæðinu fyrir barnið. Verið sé að leita annarra lausna. „Það er verið að vinna í þessum málum núna og það þarf að fara í langtímavegferð til þess að finna lausnir á þessu. Fólk er að gera allt sem það getur í þessum málum, þetta er ekki ásættanlegt en þetta stafar meðal annars út af því að við misstum þarna rými á Stuðlum og það var ekki fyrirsjáanlegt,“ segir Ásthildur Lóa. „Það er náttúrulega verið að leita lausna og svo er líka, hvað er annað til? Það hefur ekki ennþá fundist hentugt húsnæði fyrir það.“
Málefni Stuðla Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira