Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:36 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. „Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís. Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
„Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís.
Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira