Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. febrúar 2025 18:01 Þór Þorlákshöfn er sem stendur ekki í úrslitakeppnissæti. Þjálfari liðsins kallar eftir því að íslensku leikmennirnir stígi meira upp. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. „Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp? Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Núna reynir svolítið á okkar heimastráka, íslenska kjarnann. Að þeir þori að vera til. Við förum bara eins langt og þeir ætla sér, það er enginn að fara að bjarga þeim. Þeir eru ekki að fara að stækka um einhverja sentimetra en þeir þurfa að sýna okkur hvað þeir eru með risastórt Þórshjarta. Það er það eina sem er að fara að hjálpa okkur í vetur,“ sagði Lárus eftir 109-96 tap gegn Tindastóli í síðustu umferð. Lárus vill ekki missa af úrslitakeppninni. Emil Karel, Davíð Arnar og Ragnar Örn Bragason spiluðu allir tíu til fimmtán mínútur en enginn þeirra skilaði stigum á töfluna. Emil átti eina skottilraun fyrir utan þriggja stiga línuna og Ragnar tvær, Davíð átti ekki skot. „Það má túlka þessi skilaboð tvenns konar. Þurfa þeir að gera meira inni á vellinum? Eins og þú kemur inn á, að þeir hafi ekki skotið nóg. Þurfa þeir að taka pláss þar? Eða þurfa þeir bara að taka pláss sem leiðtogar liðsins? Sem mennirnir sem drífa þetta áfram…“ velti Helgi Már Magnússon fyrir sér. „Þeir eru ekki að fara að breytast allt í einu og eiga einhverja tuttugu stiga leiki, en maður þarf að finna meira fyrir þeim inni á vellinum…“ sagði Helgi einnig. Davíð Arnar átti ekki skottilraun gegn Tindastóli. Það reiðir enn meira á íslenska leikmenn liðsins í ljósi þess að einn af fimm erlendu leikmönnunum, Steeve Ho You Fat, er hnéskelsbrotinn og verður ekki meira með á tímabilinu. Þurfa meira framlag frá öllum leikmönnum „Ég er kannski ekki endilega sammála því að núll stig, ef það er verið að vísa í það, að það sé það sem er að hjá Þór,“ skaut Pavel Ermolinskij inn í umræðuna. Pavel segir erlenda leikmenn Þórs líka þurfa að stíga upp. Sérstaklega varnarlega. „Það er hópur af erlendum leikmönnum þarna, fyrir utan Jordan Semple, sem gera jafnvel ekkert í vörn. Ekki að íslensku strákarnir séu að gera eitthvað mikið betur… Ég á bara við að stigaskor þeirra þriggja er langt því frá að vera vandamálið sem þarf að leysa þarna. Það á samt alveg rétt á sér að þeir þurfi að gera betur,“ bætti Pavel við. Umræðuna má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Næsti leikur Þórs er á föstudaginn gegn Stjörnunni. Klippa: Þarf íslenski kjarninn hjá Þór Þorlákshöfn að stíga upp?
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira