Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 09:00 Næstu dagana verður fjallað um bestu leikmenn efstu deildar í fótbolta frá 1992. grafík/sara Vísir gerðist stórhuga og ákvað að setja saman lista yfir sextíu bestu leikmenn efstu deildar karla frá 1992. Listinn yfir þessa sextíu leikmenn birtist á næstu dögum. Fyrir tveimur árum stóð Vísir fyrir valinu á fimmtíu bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Og nú er komið að fótboltanum. Fyrst af öllu, af hverju að byrja 1992? Fótboltinn var nú ekki fundinn upp fyrir 33 árum. Vissulega ekki en einhvers staðar varð að byrja. Kannski væri takmarkað mark takandi á lista yfir bestu leikmenn allra tíma í efstu deild á Íslandi, frá 1912 þegar fyrsta Íslandsmótið fór fram. Rúm þrjátíu ár er líka dágóður tími. Svo markar 1992 líka þáttaskil í fótboltasögunni. Jújú, enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu voru settar á laggirnar þá máttu markverðir heldur ekki lengur taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Það er ef til vill besta breyting sem hefur verið gerð á fótboltanum. Horfiði á úrslitaleik EM 1992 milli Danmerkur og Þýskalands og reynið að vera ósammála. Það sem þetta snýst allt um.vísir/vilhelm Reglan um sendingar til baka var vissulega bara tekin upp í síðustu umferðunum á Íslandi sumarið 1992 en það er ágætt að miða við það. Það sumar var líka byrjað að taka saman tölfræði yfir stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Svo það sé sagt er þetta ekki listi yfir bestu leikmenn Íslands á umræddu tímabili heldur frekar þá sem hafa sett mestan svip á fótboltann hér heima, gerðu mest í deildinni okkar og höfðu úrslitaáhrif á það hvert stóru titlarnir fóru. Goðsagnir efstu deildar með öðrum orðum. Ólafur Jóhannesson þjálfaði marga leikmenn á listanum.vísir/bára Líkt og við valið á fimmtíu bestu handboltamönnunum var notast við heimatilbúið og heldur nördalegt stigakerfi. Rúmlega tvö hundruð leikmenn voru vegnir og metnir samkvæmt því. Þar var horft til titla, einstaklingsverðlauna, marka, stoðsendinga og sérstakra bónus stiga fyrir varnarmenn og markverði. Hægt hefði verið að hafa fleiri leikmenn undir en einhvers staðar varð að segja stopp. En svo listinn yrði nú marktækur var einnig leitað til 25 álitsgjafa sem voru beðnir um að velja sína tíu bestu leikmenn í efstu deild frá 1992. Reynt var að hafa álitsgjafana á nokkuð breiðu aldursbili en þeir hafa allir fjallað um íslensku deildina með einum eða öðrum hætti síðustu ár. Og þeir deila ástríðu og áhuga á deildinni okkar. Sérfræðingarnir Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Stigagjöfin og álit sérfræðinga rímaði ágætlega saman og ætti að gefa ágætis mynd af því hverjir bestu leikmenn efstu deildar frá 1992 eru. Eða allavega eitthvað nálægt því. Svona lagað er auðvitað aldrei meitlað í stein eða einhvers konar ríkisskoðun. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það. Fólk lítur líka eflaust til mismunandi þátta þegar það vegur og metur hverja það telur besta í einhverju. Og hvað er að vera bestur? Það er líka afstætt. Stuðningsmenn ÍA hafa séð marga frábæra leikmenn klæðast gula og svarta búningnum.vísir/anton En þetta er allavega tilraun til að greina sögu efstu deildar síðustu rúmu þrjátíu árin og hampa þeim leikmönnum sem gerðu sig öðrum fremur gildandi á því tímabili. Athugið að öll tölfræði og afrekaskrá miðast við tímabilin 1992-2024. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast tíu leikmenn í einu, síðan fimm, svo tveir og loks einn. Njótið! Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Fyrir tveimur árum stóð Vísir fyrir valinu á fimmtíu bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. Og nú er komið að fótboltanum. Fyrst af öllu, af hverju að byrja 1992? Fótboltinn var nú ekki fundinn upp fyrir 33 árum. Vissulega ekki en einhvers staðar varð að byrja. Kannski væri takmarkað mark takandi á lista yfir bestu leikmenn allra tíma í efstu deild á Íslandi, frá 1912 þegar fyrsta Íslandsmótið fór fram. Rúm þrjátíu ár er líka dágóður tími. Svo markar 1992 líka þáttaskil í fótboltasögunni. Jújú, enska úrvalsdeildin og Meistaradeild Evrópu voru settar á laggirnar þá máttu markverðir heldur ekki lengur taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja. Það er ef til vill besta breyting sem hefur verið gerð á fótboltanum. Horfiði á úrslitaleik EM 1992 milli Danmerkur og Þýskalands og reynið að vera ósammála. Það sem þetta snýst allt um.vísir/vilhelm Reglan um sendingar til baka var vissulega bara tekin upp í síðustu umferðunum á Íslandi sumarið 1992 en það er ágætt að miða við það. Það sumar var líka byrjað að taka saman tölfræði yfir stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. Svo það sé sagt er þetta ekki listi yfir bestu leikmenn Íslands á umræddu tímabili heldur frekar þá sem hafa sett mestan svip á fótboltann hér heima, gerðu mest í deildinni okkar og höfðu úrslitaáhrif á það hvert stóru titlarnir fóru. Goðsagnir efstu deildar með öðrum orðum. Ólafur Jóhannesson þjálfaði marga leikmenn á listanum.vísir/bára Líkt og við valið á fimmtíu bestu handboltamönnunum var notast við heimatilbúið og heldur nördalegt stigakerfi. Rúmlega tvö hundruð leikmenn voru vegnir og metnir samkvæmt því. Þar var horft til titla, einstaklingsverðlauna, marka, stoðsendinga og sérstakra bónus stiga fyrir varnarmenn og markverði. Hægt hefði verið að hafa fleiri leikmenn undir en einhvers staðar varð að segja stopp. En svo listinn yrði nú marktækur var einnig leitað til 25 álitsgjafa sem voru beðnir um að velja sína tíu bestu leikmenn í efstu deild frá 1992. Reynt var að hafa álitsgjafana á nokkuð breiðu aldursbili en þeir hafa allir fjallað um íslensku deildina með einum eða öðrum hætti síðustu ár. Og þeir deila ástríðu og áhuga á deildinni okkar. Sérfræðingarnir Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Stigagjöfin og álit sérfræðinga rímaði ágætlega saman og ætti að gefa ágætis mynd af því hverjir bestu leikmenn efstu deildar frá 1992 eru. Eða allavega eitthvað nálægt því. Svona lagað er auðvitað aldrei meitlað í stein eða einhvers konar ríkisskoðun. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það. Fólk lítur líka eflaust til mismunandi þátta þegar það vegur og metur hverja það telur besta í einhverju. Og hvað er að vera bestur? Það er líka afstætt. Stuðningsmenn ÍA hafa séð marga frábæra leikmenn klæðast gula og svarta búningnum.vísir/anton En þetta er allavega tilraun til að greina sögu efstu deildar síðustu rúmu þrjátíu árin og hampa þeim leikmönnum sem gerðu sig öðrum fremur gildandi á því tímabili. Athugið að öll tölfræði og afrekaskrá miðast við tímabilin 1992-2024. Fyrsti hluti niðurtalningarinnar birtist í dag. Fyrst munu birtast tíu leikmenn í einu, síðan fimm, svo tveir og loks einn. Njótið!
Andri Geir Gunnarsson Andri Már Eggertsson Ari Erlingsson Árni Jóhannsson Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Guðmundur Hilmarsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Jóhann Páll Ástvaldsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Runólfur Trausti Þórhallsson Smári Jökull Jónsson Stefán Árni Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Vilhjálmur Freyr Hallsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson
Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira