Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2025 10:55 Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson kynna SagaReg fyrir gestum í hátíðarsal Grósku. Sunna Halla Einarsdóttir Guðjón Ásmundsson og Ómar Ingi Halldórsson stóðu uppi sem sigurvegarar í frumkvöðlakeppninni Gullegginu á föstudaginn. Fengu þeir tvær milljónir króna í verðlaun fyrir lausnina SagaReg sem hefur að markmiði að einfalda lyfjaskráningar. Lokakeppnin fór fram í hátíðarsal Grósku á föstudaginn fyrir þéttsetnum sal. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra var á meðal gesta og afhenti verðlaun. Í umsögn um verðlaunahugmyndina segir að Sagareg einfaldi gerð umsóknarskjala (dossiers) um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði. Lausnin sjálfvirknivæði textaskrif, töflugerð og gæðaeftirlit, sem tryggi hraðari og áreiðanlegri umsóknir til heilbrigðisyfirvalda. Erna Niluka Njálsdóttir og Guðrún Heimisdóttir höfnuðu í öðru sæti með Hvað nú? sem veitir syrgjendum heildstæða þjónustu sem einfaldar ferlið í kjölfar andláts ástvina. Þjónustan styður syrgjendur á erfiðum tíma, eykur skilvirkni og hjálpar þeim að komast fyrr aftur út í samfélagið. Nafnið vísar í algengu spurninguna sem vaknar við slíkar aðstæður: „Hvað nú?“ Erna Niluka Njálsdóttir og Guðrún Heimisdóttir höfnuðu í öðru sæti með Hvað nú?Sunna Halla Einarsdóttir Þau hlutu eina milljón króna og einnig tuttugu klukkustunda ráðgjöf frá KPMG í aukaverðlaun. Birgir Bragi Gunnþórsson, Einir Sturla Arinbjarnarson, Haukur Ingi Sigrúnar Jónsson og Jóhann Tómas Portal höfnuðu í þriðja sæti með SamVís. „Samvís þróar nýja kynslóð leitarvéla fyrir vísindamenn og námsmenn með gervigreindartækni. Lausnin auðveldar aðgengi að rannsóknum og skapar brú milli vísinda og samfélags. Samvís var einnig valið sem háskólateymið sem fer fyrir Íslands hönd til Aþenu á alþjóðlega frumkvöðlakeppni,“ segir um verðlaunin. Birgir Bragi Gunnþórsson, Einir Sturla Arinbjarnarson, Haukur Ingi Sigrúnar Jónsson og Jóhann Tómas Portal höfnuðu í þriðja sæti með SamVís.Sunna Halla Einarsdóttir Brynja Rún Sævarsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir, Rakel Hrönn Sveinsdóttir og Björk Gunnarsdóttir með Panda hlaut verðlaunin vinsælasta teymið úr kosningu gesta og áhorfenda. Planda hlaut þau verðlaun fyrir lausn sem auðveldar vinahópum að finna sameiginlegan tíma til að hittast. Þá hlutu Davíð James R Berman, Þór Fjalar Hallgrímsson, Kristinn Roach Gunnarsson og Wioleta Zelek þriggja mánaða aðstöðu í Gróskuhúsinu í verðlaun. Pilot bloks hefur þróað stýrikerfi fyrir gatnalýsingu, byggt á opnum hugbúnaði sem er einfalt og hagkvæmt í rekstri. Að lokum fékk Meniga Heiðursverðlaun Gulleggsins 2025 fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslensks frumkvöðlastarfs. Meniga tók þátt í Gullegginu árið 2009, var meðal topp 10 en hlaut ekki verðlaunasæti. Ásgeir Ö. Ásgeirsson, Viggó Ásgeirsson og Georg Lúðvíksson stofnendur Meniga tóku við viðurkenningunni. Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Í dag fer fram lokakeppni Gulleggsins 2025, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, þar sem nýstárlegar viðskiptahugmyndir verða kynntar fyrir dómnefnd og áhorfendum. Keppnin fer fram í Grósku og er hægt að fylgjast með henni í beinu streymi hér á Vísi. 14. febrúar 2025 15:31 „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ „Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi. 27. janúar 2025 07:03 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lokakeppnin fór fram í hátíðarsal Grósku á föstudaginn fyrir þéttsetnum sal. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra var á meðal gesta og afhenti verðlaun. Í umsögn um verðlaunahugmyndina segir að Sagareg einfaldi gerð umsóknarskjala (dossiers) um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði. Lausnin sjálfvirknivæði textaskrif, töflugerð og gæðaeftirlit, sem tryggi hraðari og áreiðanlegri umsóknir til heilbrigðisyfirvalda. Erna Niluka Njálsdóttir og Guðrún Heimisdóttir höfnuðu í öðru sæti með Hvað nú? sem veitir syrgjendum heildstæða þjónustu sem einfaldar ferlið í kjölfar andláts ástvina. Þjónustan styður syrgjendur á erfiðum tíma, eykur skilvirkni og hjálpar þeim að komast fyrr aftur út í samfélagið. Nafnið vísar í algengu spurninguna sem vaknar við slíkar aðstæður: „Hvað nú?“ Erna Niluka Njálsdóttir og Guðrún Heimisdóttir höfnuðu í öðru sæti með Hvað nú?Sunna Halla Einarsdóttir Þau hlutu eina milljón króna og einnig tuttugu klukkustunda ráðgjöf frá KPMG í aukaverðlaun. Birgir Bragi Gunnþórsson, Einir Sturla Arinbjarnarson, Haukur Ingi Sigrúnar Jónsson og Jóhann Tómas Portal höfnuðu í þriðja sæti með SamVís. „Samvís þróar nýja kynslóð leitarvéla fyrir vísindamenn og námsmenn með gervigreindartækni. Lausnin auðveldar aðgengi að rannsóknum og skapar brú milli vísinda og samfélags. Samvís var einnig valið sem háskólateymið sem fer fyrir Íslands hönd til Aþenu á alþjóðlega frumkvöðlakeppni,“ segir um verðlaunin. Birgir Bragi Gunnþórsson, Einir Sturla Arinbjarnarson, Haukur Ingi Sigrúnar Jónsson og Jóhann Tómas Portal höfnuðu í þriðja sæti með SamVís.Sunna Halla Einarsdóttir Brynja Rún Sævarsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir, Rakel Hrönn Sveinsdóttir og Björk Gunnarsdóttir með Panda hlaut verðlaunin vinsælasta teymið úr kosningu gesta og áhorfenda. Planda hlaut þau verðlaun fyrir lausn sem auðveldar vinahópum að finna sameiginlegan tíma til að hittast. Þá hlutu Davíð James R Berman, Þór Fjalar Hallgrímsson, Kristinn Roach Gunnarsson og Wioleta Zelek þriggja mánaða aðstöðu í Gróskuhúsinu í verðlaun. Pilot bloks hefur þróað stýrikerfi fyrir gatnalýsingu, byggt á opnum hugbúnaði sem er einfalt og hagkvæmt í rekstri. Að lokum fékk Meniga Heiðursverðlaun Gulleggsins 2025 fyrir framúrskarandi framlag sitt til íslensks frumkvöðlastarfs. Meniga tók þátt í Gullegginu árið 2009, var meðal topp 10 en hlaut ekki verðlaunasæti. Ásgeir Ö. Ásgeirsson, Viggó Ásgeirsson og Georg Lúðvíksson stofnendur Meniga tóku við viðurkenningunni.
Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Í dag fer fram lokakeppni Gulleggsins 2025, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, þar sem nýstárlegar viðskiptahugmyndir verða kynntar fyrir dómnefnd og áhorfendum. Keppnin fer fram í Grósku og er hægt að fylgjast með henni í beinu streymi hér á Vísi. 14. febrúar 2025 15:31 „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ „Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi. 27. janúar 2025 07:03 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Í dag fer fram lokakeppni Gulleggsins 2025, stærstu frumkvöðlakeppni landsins, þar sem nýstárlegar viðskiptahugmyndir verða kynntar fyrir dómnefnd og áhorfendum. Keppnin fer fram í Grósku og er hægt að fylgjast með henni í beinu streymi hér á Vísi. 14. febrúar 2025 15:31
„Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ „Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi. 27. janúar 2025 07:03