„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:30 Rúben Amorim og Manchester United eru 12 stigum frá fallsæti. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY „Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Tottenham, sem var 70 prósent með boltann í fyrri hálfleik og 57 prósent í heildina, skapaði sér færi upp á 2.15 xG (vænt mörk) á meðan Rauðu djöflarnir hans Amorim sköpuðu sér færi upp á 1.54 xG. „Við fengum færi (til að skora) og komumst í góðar stöður eftir skyndisóknir. Við gerðum hvað við gátum til að ná í úrslit en á endanum skoruðu þeir en ekki við,“ sagði Amorim. „Maður byrjar með eina hugmynd og við höfum beðið eftir langri viku til að vinna í hlutum. Við vinnum að ákveðnum gildum en þegar maður missir leikmenn dag eftir dag þá breytist nálgun manns á leiknum. Við getum ekki spilað eins með Joshua Zirkzee og Amad. Við vonumst til að fá leikmenn til baka fyrir næsta leik. Við verðum að vera í þessu saman til loka leiktíðarinnar og byrja þá upp á nýtt.“ Victor Lindelöf var eini varamaður Manchester United sem hafði náð 20 ára aldri. Amorim var spurður út í táningana á bekknum og ástæðuna fyrir því að hann gerði aðeins eina skiptingu í uppbótartíma. „Þetta er erfiðasta deild í heimi. Ég er að reyna fara varlega með þá. Mér leið eins og liðið væri að pressa á að ná inn jöfnunarmarki og vildi því ekki breyta neinu. En þeir munu spila.“ „Maður reynir að lesa í leikinn og skilja hvað maður sér á æfingasvæðinu. Liðið var að sækja og gera hvað það gat til að jafna leikinn og því ákvað ég að breyta ekki,“ sagði þjálfarinn jafnframt. „Ég er ekki áhyggjufullur. Ég skil stuðningsfólk okkar og hvað fjölmiðlum finnst um stöðu liðsins. Ég hata að tapa leikjum, það er versta tilfinningin. Annað hugsa ég ekki um. Ég er hér til að hjálpa leikmönnum mínum.“ „Ég skil stöðuna sem ég er í. Ég er öruggur í mínu starfi og vill bara vinna leiki. Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum en ég er ekki áhyggjufullur yfir stöðu minni,“ sagði Amorim að lokum en Man United er í 15. sæti með 29 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira